Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 122
114
Ekki er hægt að ræða um áhrif orkufóðrunar á fijósemina öðru vísi en að minnast aðeins
á prótein. í ítarlegri yfirlitsgrein komust Ferguson og Chalupa (1989) að þeirri niðurstöðu að
15 til 16% prótein í fóðri gæfi alla jafna hærra fanghlutfall og færri daga frá burði að fangi en
17-20% prótein, hins vegar eru sjaldan nægilega margar kýr í tilraunahópunum til þess að fá
marktækar niðurstöður um fanghlutfall. Þeir segja að nokkrir áhrifaþættir af próteini hafi áhrif
á frjósemi vegna próteinefnaskiptanna. Meðal þeirra er:
(1) eitruð afgangsefni úr N efnaskiptunum í vömbinni geta eyðilagt sæði, egg eða fóstur-
vísa. Það er þekkt að ammoníak og urea hafa óheppileg áhrif á fósturvísa og sæði og
höfundamir telja að aukið magn þess í blóði og þar með í legslímhúðinni eftir
próteinniðurbrot í vömb geti lækkað fanghlutfallið,
(2) ójafnvægi í prótein- og orkufóðrun gæti haft áhrif á efnaskipti þannig að orkujafn-
vægið verði neikvætt,
(3) N afgangsefni eða orkunýtingin gætu haft áhrif á hormónasamspil heiladinguls og
eggjastokka. Þá telja þeir mögulegt að fóður með háu hlutfalli af torleystu próteini
þurfi ekki að hafa áhrif á fijósemi eldri kúa en gæti valdið truflunum á frjósemi ungra
kúa sem eru ennþá að vaxa. Þeir telja að hlutfallslegur skortur á amínósýrum geti
seinkað fyrsta egglosi eftir burð, en hafi ekki neikvæð áhrif fanghlutfall.
Howard o.fl. (1987) fundu engin áhrif á fijósemi hvort sem kýr voru fóðraðar með 15
eða 20% próteini í tilraun þar sem breytingar á holdastigi og líkamsþunga voru litlar. Þó lækk-
uðu holdastigin meira í hópnum sem fékk 15% prótein. Canfield o.fl. (1990) fóðruðu kýr með
16 og 19% próteini þar sem þörfinni fyrir torleyst prótein var fullnægt en annar hópurinn fékk
of mikið af auðleysanlegu próteini. Síðarnefndi hópurinn var með meira urea í blóði og fang-
hlutfallið í fyrstu sæðingu var Iægra.
ÁLYKTANIR
Neikvætt orkujafnvægi hjá mjólkurkúm um það leyti sem þær byija að hafa egglos og há nyt í
upphafi mjaltaskeiðs virðist deyfa beiðsliseinkenni. Til þess að fá marktækt útslag í öðrum
frjósemisþáttum þarf að hafa stóra samanburðarhópa, sæða allar kýr á fyrirfram ákveðnu
tímabili og nýta sér prógesterónmælingar. Mikilvægt er að hér á landi verði gerð athugun á
hvemig mismunandi orku- og próteinfóðmn hefur áhrif á alla fijósemisþætti hjá mjólkurkúm.
HEIMILDIR:
Butler, W.R. og Smith, R.D. (1989). Interrelationships between energy balance and postpartum reproductive
function in dairy cattle. J. Dairy Sci. 72: 767-783.
Canfield, R.W., Sniffen, CJ. og Butler, W.R. (1990). Effect of excess degradable protein on postpartum re-
production and energy balance in dairy cattle. J. Dairy Sci. 73: 2342-2349.