Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 125
117
fóðrunarvirði þriggja grastegunda. Verkefnið var kostað af Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar.
HVAÐ ER FÓÐURGILDI, LYSTUGLEIKIOG FÓÐRUNARVIRÐIFÓÐURS?
Langalgengast er að meta gæði fóðurs á rannsóknastofu þar sem mælt er efnainnihald og
orkugildi (meltanleiki) þess. Þannig fæst uppgefið það sem hefur verið kallað fóðurgildi
fóðursins. Kostir þessarar aðferðar er einfaldleiki og möguleiki á nákvæmri stöðlun, þannig að
hægt er að endurtaka mælingar á fóðri og bera saman hlutlægt niðurstöður á milli rannsókna-
stofa. Fóðurgildi heyja ræðst mest af þroskastigi grasanna við slátt og áburðargjöf. Þroskastig
grasanna hefur sterk áhrif á meltanleika heyjanna og áburður á efnainnihald. Áburður hefur
hins vegar lítil áhrif á meltanleika, nema helst köfnunarefni, og geta þau verið bæði jákvæð
eða neikvæð eftir þroskastigi grasanna og áburðartíma (Wilson 1981). Bóndinn hefur mestan
áhuga á fóðrunarvirði gróffóðursins sem er margfeldi fóðurgildis heysins og heyáts
viðkomandi grips (Bjami Guðmundsson 1981). Áhrif heysins á át viðkomandi grips ræðst
m.a. af Iystugleika þess. Þótt yfirleitt sé sterk jákvæð fylgni á milli fóðurgildis og lystugleika
gróffóðursins eru undantekningar þekktar. Lystugleiki hávinguls, strandreyrs og ýmissa lúp-
ínutegunda eykst með auknum þroska tegundanna við slátt eða beit, öfugt við fóðurgildið (van
Soest 1985, Jóhann Þórsson og Ólafur Guðmundsson 1993). Þetta er talið stafa af beiskju- eða
eiturefnum í ungum plöntum þessara tegunda. Af þáttum sem geta haft mikil áhrif á lystug-
leika heyja má nefna fóðurtegundir, umhverfi og heyverkun.
Fóðurjurtir eru að eðlisfari ólíkar í formi, gerð og háttum, sem orsakar að þær eru mis-
lystugar þótt fóðurgildið mælist svipað. Til dæmis hefur rúlluverkaður húsapuntur mælst með
svipað fóðurgildi en fékk mun lægra lystugleikamat í samanburðarathugun við algeng fóður-
grös (Þóroddur Sveinsson 1994a). Sumar grastegundir geta tekið upp mikið magn af sílikati
(salt kísil) ef nægjanlegt magn er að finna í jarðvegi. Önnur grös undanskilja sílikat við upp-
töku á næringarefnum úr jarðvegi. Kísill getur dregið úr meltanleika sellulósa og hefur einnig
óbein áhrif á meltanleika þurrefnis í grösum (van Soest 1985). Talið er að íslensk snarrót
innihaldi mikinn kísil, sem orsakar hijúfa og snarpa áferð blaða og dregur úr lystugleika
hennar. Þetta hefur þó ekki verið rannsakað sérstaklega. Hugsanlega stafar ólík reynsla bænda
af fóðrunarvirði snarrótar og jafnvel beringspunts af mismunandi magni af sflikati eða
einhveijum öðrum efnum úr jarðvegi.