Ráðunautafundur - 15.02.1995, Qupperneq 126
118
Umhverfið sem fóðuijurtin vex í og þroskastig hefur áhrif á lystugleikann og fóður-
gildið. Svöl sumur eins og á íslandi valda því að öll efnaskipti eru hæg, auðleyst kolvetni og
prótein safnast fyrir í blöðum og stönglum og trénismyndun er hæg og lítil í samanburði við
það sem þekkist í heitari löndum (van Soest 1985).
Hér verður ekki farið nánar út í áhrif heyverkunar á Iystugleika, en til eru margar ágætar
innlendar greinar um það efni (sjá t.d. Bjama Guðmundsson 1993, 1994, 1995, Sigríði
Jónsdóttur og Bjama Guðmundsson 1992).
EFNIOG AÐFERÐIR
Kýr
Skipulag tilraunarinnar er eins og í sambærilegum tilraunum á Stóra Armóti sem em kynntar á
Ráðunautafundum 1994 og 1995 (Gunnar Rikharðsson 1994, 1995). Notaðar vom 18 kýr; 3
fyrsta kálfs kvígur, 5 að öðmm kálfi og 10 eldri kýr (1. tafla).
1. tafla. Flokkun kúa, nafn, númer, fæðingarár, meðalnyt og þungi vikuna fyrir tilraun.
Hóp nr. Nafn Nr. Fædd mánVár Nyt kg/dag Þungi kg Hóp nr. Nafn Nr. Fædd mán./ár Nyt kg/dag Þungi kg
1 Dodda 271 4.'91 9,0 413 4 Frostrós 227 11.'89 28,2 464
1 Frfða 272 4.'91 12,8 440 4 Tinna 226 10. '89 21,2 534
1 Rán 245 4. '91 12,2 428 4 Magna 230 1. '90 27,4 471
2 Flóra 237 4. '90 15,8 485 5 Kolbrún 232 2. '90 28,2 464
2 Rauðka 233 3. '90 13,6 460 5 Magga 229 11.'89 30,8 480
2 Kríma 238 5. '90 14,8 446 5 Rönd 221 3. '89 26,0 437
3 Leista 219 2. '89 12,0 468 6 Stella 209 2. '88 32,4 471
3 Blökk 240 11.'90 19,2 482 6 Pyngja 167 4. '85 29,4 439
3 Lotta 207 1.'88 13,6 498 6 Perla 222 3. '89 28,6 461
Tilraunin er latneskur femingur með þremur fóðurtegundum; vallarfoxgrasi, vallar-
sveifgrasi og snarrót og þremur tímabilum sem hvert stóð yfir í þijár vikur. í þessu
fyrirkomulagi prófar hver kýr hveija grastegund í 3 vikur og allar kýmar prófa allar
grastegundir. Tilraunin hófst 14. mars, að undagenginni forkönnun á nyt og þunga kúnna, og
henni lauk 13. maí. Kúnum var raðað í sex hópa (ferninga), hver með sem líkastar kýr m.t.t.
aldurs, burðartíma og nytar eins og kemur fram í 1. töflu. Kýr innan hvers hóps fengu
grastegundimar í mismunandi röð og þannig reynt að koma í veg fyrir að áhrifin af því að nyt
lækkar, þegar líður á mjaltaskeiðið, blandist inn í áhrifin af meðferðinni, þ.e. af grastegundinni
í þessu tilviki.