Ráðunautafundur - 15.02.1995, Síða 140
132
haldið utan við skekkju í uppgjörinu. Heilsufar hjá kúnum var gott og voru engir kvillar
skráðir í sjúkdómaskrá á tilraunatímabilinu.
Áhriffóðurs á át
Að meðaltali hafa kýmar á íyrsta mjaltaskeiði náð að éta 7,75 kg þe. af gróffóðri á dag eða um
9 kg af 85% þurru heyi, en meðalkjamfóðurgjöf var um 3,3 kg/dag. Heildarþurrefnisát varð
því um 10,3-10,9 kg á dag og hlutfall kjamfóðurs af því var um 27%.
3. tafla. Áhrif fóðurtegunda á át mjólkurkúnna.
Þurrhey Þurrhey + rýgresi Þurrhey + kál P-gildi Meðal- tal Staðal- skekkja
Át, kg þe./d
Þurrhey 7,39 4,27 4,30 0,00 *** 5,32 0,089
Grænfóður 3,65 3,64
Gróffóður alls 7,39 7,91 7,93 0,02 * 7,75 0,128
Kjarnfóður 2,92 2,92 2,91 0,54 2,92 0,003
Fóður alls 10,31 10,83 10,85 0,02 * 10,66 0,13
Át, FE/d
FE úr heyi 5,62 3,24 3,27 0,00 *** 4,04 0,068
FE úr grænfóðri 2,81 3,09
FE úr gróffóðri 5,62 6,05 6,36 0,002 ** 6,01 0,108
FE úr kjamfóðri 3,27 3,27 3,26 0,54 3,27 0,003
FE alls 8,88 9,32 9,62 0,002 ** 9,28 0,109
Hlutfallslegt át
Gróffóður kg þe./d 100 107 107 0,02 * 105
Gróffóðúr FE/d 100 108 113 0,002 ** 107
Át af þe. sem % af Iífþunga
Þurrhey 2,00 1,15 1,17 0,00 *** 1,44 0,028
Grænfóður 0,98 0,98
Gróffóður 2,00 2,13 2,16 0,015 * 2,10 0,033
Kjarnfóður 0,79 0,80 0,81 0,18 0,80 0,004
Alls 2,79 2,93 2,96 0,009 ** 2,89 0,032
Gróffóðurát hjá kúnum varð mest þegar þær fengu kálið, næst mest þegar þær fengu
rýgresi og minnst þegar einungis var gefið þurrhey. Mesti munurinn er þó milli þurrheysins
annars vegar og grænfóðursins hins vegar og munar þar um 7%. Hins vegar er munurinn meiri
eða 8-13% ef litið er á orkuát (FE/dag) sem skýrist af því að gróffóðurátið er mest þegar
kýrnar fá kál með þurrheyinu (7,39; 7,91; 7,93 kg þe./d) og orkugildi fóðursins er jafnframt
mest þá, eða 0,86; 0,86 og 0,89 FE/kg þe. fyrir hey, rýgresi og kálhópa (3. tafla).
Að öðm jöfnu má búast við því að gróffóðurát aukist með hækkandi meltanleika á
fóðrinu þar sem fóðrið þarf þá styttri tíma í vömbinni til að meltast og fyrr losnar því pláss þar
j