Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 144
136
Hagkvœmni grœnfóðurrœktar
Eins og getið var um í byrjun var eitt af markmiðum þessarar tilraunar að treysta þann grunn
sem nauðsynlegur er til að reyna að meta hversu hagkvæmt það er að rækta grænfóður til
rúlluverkunar fyrir mjólkurkýr. Á tímum fullvirðisréttar og mjög mismunandi aðstæðna hjá
einstökum framleiðendum er erfitt að alhæfa varðandi hagkvæmni. í 7. töflu er reynt að meta
kostnað við ræktun og verkun þurrheys og grænfóðurs og til að einfalda samanburðinn er hér
miðað við að þurrheyið sé einnig bundið í rúllubagga, þó það hafi ekki verið gert í þessari
tilraun. Hins vegar er miðað við þá uppskeru og þau fóðurgæði sem fundust í þessari tilraun.
Með góðum vilja má miða við að vinna við að snúa og raka saman þurrheyinu (45% þe.) sé
nokkuð jöfn vinnu við jarðvinnslu og sáningu á grænfóðrinu. Ut frá þessum forsendum
reiknast kosmaður á hverja FE (án vsk.) 9,2 kr í þurrheyinu, 14,7 kr í rýgresinu og 16,5 kr í
kálinu.
7. tafla. Áætlaður kostnaður við ræktun og verkun þurrheys og græn-
fóðurs í rúllum.
Þurrhey Rýgresi Kál
Uppskera, kg þe./ha 3200 3500 2500
FE/kg þe. 0,76 0,77 0,85
Kg þe./FE 1,32 1,30 1,18
FE/ha 2432 2695 2125
Áburður, kr/ha 14000 20000 20000
Fræ, kr/ha 4500 2500
Rúllur, kg 600 800 1000
Þurrefni, % í fóðri 45 20 14
Þurrefni, kg í rúllu 270 163 140
Rúllur á ha 11,9 21,4 17,9
Plast, kr/rúllu 200 200 200
Pökkun, kr/rúllu 200 200 200
Binding, kr/rúllu 300 300 300
Kostnaður
Kr/ha 22296 39512 35000
Kr/rúllu 1881 1842 1960
Kr/kg þe. 7,0 11,3 14,0
Kr/FE 9,2 14,7 16,5
í 8. töflu er reynt að meta tekjur af mjólk umfram þann fóðurkostnað sem lagt var í
miðað við niðurstöður þessarar tilraunar. I þeim útreikningum er miðað við að kjarnfóðurverð
sé 30 kr/FE en annað fóður á kostnaðarverði sbr. 7. töflu. Tekjur umfram fóðurkostnað, sem
reyndar má kalla framlegð, má síðan bæði skoða sem kr á dag eða kr á hvert kg mjólkur, sem
getur verið raunhæfara þegar framleiðsluréttur er takmarkaður.