Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 149
rannsókna - aðeins ef prófmælingar eru gerðar til þess að sannreyna áhrif þeirra við innlendar
aðstæður. Tilraunabálkurinn byggðist því fremur á heildarsýn en hlutsýn, þar sem reyna
skyldi hvað helst að afla upplýsinga sem orðið gætu grundvöilur að hagrænu mati á mis-
munandi heyverkunaraðferðum. Átti það að vera í samræmi við þær kröfur sem nú eru gerðar
til búvöruframleiðslu bænda.
NOKKRAR NHDURSTÖÐUR
A. Breytingar á orkugildi heysfrá slætti til gjafa
Fengist hefur allgott safn upplýsinga um þær breytingar sem verða á orkugildi heysins frá
slætti til gjafa. Úr tilraunum með slátt, forþurrkun og síðan fullverkun heyins, oftast í
rúlluböggum en með nokkrum dæmum um súgþurrkun, hafa fengist eftirfarandi meðaltölur:
Við slátt 0,74 FE/kg þe. ±0,07
Við hirðingu 0,72 - ±0,07
Við gjafir 0,68 - ±0,08
Þessar tölur tákna orkugildi þurrefnis á hverjum tíma en tilgreina ekki það þurrefnistap
sem orðið hefur við verkun heysins og geymslu. Eru þetta sambærilegar niðurstöður og
fengust í athugun hjá nokkrum votheysgerðarbændum á Suðuriandi á árunum 1990-1992 (9).
Yfirleitt urðu minni breytingar á próteinmagni heysins en á orkugildi þess. Hins vegar má ætla
að breytingar verði á samsetningu próteinsins sem rannsaka þyrfti.
B. Meðferð heys ávelli - „knosun"
Við íslenskar aðstæður er forþurrkun heysins á velli viðkvæmur liður heyöflunarinnar. Enn
virðist fátt betra til þess að flýta þurrkun heysins en breiða úr sláttumúgum strax að slætti
loknum. Með svonefndri knosun (múgtætingu) virðist mega ná sambærilegum breiðslu-
áhrifum og stundum ögn meiru, sjá 1. mynd um áhrif heyþurrks á þurrefni heysins í tveimur
tilraunum.
Múgabreidd frá knosara hefur áhrif á þurrkunarhraða heysins. Nú virðast ýmsir kjósa
sláttuþyrlur með mikilli vinnslubreidd, gjarnan búnar knosurum. Dragi knosarinn grasið
saman í mjóan múga dregur það úr þurrkunarhraða heysins, sbr. 2. mynd sem sýnir
niðurstöður úr tilraun þar sem notuð var sláttuþyrla með 2,4 m vinnslubreidd. Reynd var
tvenns konar múgabreidd frá knosara og tvenns konar hraði á tætiás hans (2. mynd).