Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 152
144
- Framleiðslugildi heysins reyndist að meðaltali vera 0,84 kg mjólk á kg þe. af þvölu
heyi (30-35% þe.) en 0,88 kg mjólk á kg þe. af þurriega heyinu (45-50%).
í þessum tilraunum tókst ekki að gera nægilega nákvæmar mælingar á skilamagni
þurrefnisuppskeru við hirðingu og gjafir. Þær mælingar verða hins vegar gerðar.
D. Ölunfóðurs handa sauðfé
a) Kofa-safi til íblöndunar í rúlluhey. í eldri tilraunum á Hvanneyri hafði fengist fremur góð
reynsla af notkun Kofa-salts í vothey (6, 12). í framhaldi af því var Kofa-safi (KOFASIL-
LIQUID) reyndur í allstórri tilraun með fleiri breytiþáttum (13). Heyið var verkað og geymt í
rúlluböggum. Fóðrunarvirði heysins var mælt á gemlingum. Niðurstöður tilraunarinnar voru
þessar:
- Kofa-safi dró mjög úr niðurbroti sykra í heyinu og vexti próteinkljúfandi smjörsýru-
gerla, einkum í lítt forþurrkuðu heyi;
- Kofa-safi takmarkaði ammoníakmyndun í heyinu;
- Hey verkað með Kofa-safa reyndist étast mun betur en hey verkað án hans og halda
betur fóðrunarvirði sxnu.
f ljós kom að þurrefnisát gemlinganna hafði mjög veika íylgni við hefðbundna matsþætti
votheysverkunar. Virðast sambærilegar bendingar vera að koma fram erlendis um þessar
mundir (14). Sterkust var fylgni átsins við sykrumagn heysins (r: 0,74-0,76). Með hliðsjón af
fóðrunarvirði votheys virðist því þurfa að leggja áherslu á verkunarþætti sem takmarka geijun
í heyinu og þar með niðurbrot sykranna í því.
b) Þurrkstig rúlluheys handa ám. Með tveggja ára tilraun, er stóð árin 1988-1990, var
rúlluhey borið saman við súgþurrkaða töðu sem fóður handa ám vetrarlangt. Nemandi við
Búvísindadeild vann lokaverkefni sitt úr niðurstöðum hennar (5). Síðar voru þær kynntar í
búnaðarblaðinu Frey (15). í framhaldi af þessari tilraun var tekið að athuga áhrif þurrkstigs
rúlluheysins á notagildi þess handa ám við fóðrun ffá hýsingu fram yfir fengiu'ð og síðan frá
vorjafndægrum. Þurrkstig heyins var um 35% (a) og 50-65% (b). Tilraunin var gerð með fyrri
sláttar hey (tvö ár) og há (eitt ár). Alls komu 100 rúllubaggar við sögu í hvorum tilraunalið og
57 ær. Kjamfóður var ekki gefið fyrr en eftir burð. Helstu niðurstöður má draga saman þannig:
- Við litla forþurrkun (a) voru helmingslíkur á að binda mætti heyið sláttudaginn; ella
mátti reikna með sólarhrings forþurrkunartíma í viðbót (b);
- Orkugildi heyins féll að meðaltali úr 0,82 FE/kg þe. við slátt í 0,76 FE/kg þe. við
bindingu heysins, jafnmikið í báðum tilraunaliðum. Fallandinn var mestur í orkuríku
heyi. Hann varð einkum á fyrstu stundum forþurrkunarinnar;
- í b-lið var þéttleiki heys í böggum 12% meiri en í a-lið miðað við þurrefni. Baggar b-
hðar voru hins vegar 20-25% léttari en hinir;