Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 153
145
- Hlutfall myglulausra bagga var hærra í b- en a-lið. Það lækkaði er leið á geymslu-
tímann. Áberandi minna var af myglu í háarböggum en böggum úr fyrri sláttar heyi.
- Ekki var marktækur liðamunur á þurrefnistapi úr heyinu við geymslu. Tapið reyndist
sáralítið (<1,5%). Breytingar á orkugildi heysins frá bindingu til gjafa reyndust innan
við 1 % í báðum tilraunaliðum. Hlutfallslegt hrápróteinmagn steig lítið eitt og heldur
meira í a- en b-lið (5 og 2%).
- í öllum þremur tilraununum reyndist þurrlega rúlluheyið (b) étast betur en það þvala
(a); nam átið að meðaltali 1,48 kg þe./d (a) og 1,65 kg þe./d. (b). Munur reyndist vera
marktækur (P<0,05) á fimm mæliskeiðum af átta.
Óverulegur mismunur kom fram á þungabreytingum og holdafari ánna vetrarlangt. Frjó-
semi ánna, þ.e. fædd lömb hjá 100 ám, taldist vera þessi:
(a) Þvalt hey (b) Þurrlegt hey
1990- 1991 Fyrrisláttur 165 178
1991- 1992 Fyrri sláttur 171 166
1991-1992 Há 167 175
Að meðaltali fæddust 172 lömb/100 ær í b-lið og 168 í a-lið. Fæðingarþungi lamba var
1-6% meiri í b- en a-lið og þungi burðar að meðaltali 7% meiri.
Ábati virðist vera af því að forþurrka hey, sem verka á í rúllum handa ám, tiltölulega
mikið; allt að 50-65% þurrefni, enda leyfi veður að þurrkun heysins á velli gangi hratt og taki
helst ekki lengri tíma en tvo samfellda þurrkdaga.
c) Skorið hey eða óskorið handa ám. Nokkuð hefur borist til landsins af rúllubindivélum
með skurðarbúnaði. Fóður úr þeim hafði verið reynt í tilraunum með gemlinga á Hvanneyri
(12). Bætt var við þær tilraun svipaðri þeirri er sagt var frá undir D. b-lið hér að framan. Stóð
hún í eitt framleiðsluár. Af niðurstöðum má neftia þessar:
- Af skomu heyi rúmaðist 5% meira af þurrefni í böggunum en af óskomu;
- Heldur minna bar á myglu í böggum með skomu heyi en óskomu. Hvort tveggja
nýttist þó nær 99% við gjafir;
- Ekki reyndist vera marktækur munur á heyáti ánna hvort heldur heyið var skorið eða
óskorið. Óskorna heyið ást þó ívið betur er kom fram á vorið;
- Fijósemi ánna, sem fengu óskoma heyið, reyndist meiri en hinna: 190 fædd lömb/100
ær (óskorið) samanborið við 173 fædd lömb/100 ær (skorið).
í tilrauninni var helmingi ánna í hvomm heyhópi gefið fiskmjöl frá hýsingu fram á
fengitíð, alls 2,28 kg/á. Virtist það hafa sambærileg áhrif á frjósemi ánna og heyverkunar-
þátturinn sem reyndur var, sjá 3. mynd.
Æskilegt væri að gera fleiri tilraunir með skorið hey úr rúllubindivélum og reyna það þá
einnig á mjólkurkúm.