Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 157
149
RÁÐANAUTAFUNDUR 1995
Áætlaður beinn kostnaður við heyframleiðslu
Gunnar Valdimarsson
og
Sigurður Bjamason
Hagþjónustu landbúnaðarins
INNGANGUR
Markmiðið með þessu erindi er;
- að kynna aðferðir við útreikninga á áætluðum beinum kostnaði við heyframleiðslu,
- að vekja athygli á notagildi búreikninga við útreikninga á framleiðslukostnaði á heyi,
- að kynna niðurstöður túnreiknings fyrir árið 1993,
- að vekja umræður um aðferðir til að lækka framleiðslukostnað á heyi.
f þessu stutta erindi ætla ég að fara yfir hvemig hægt er að meta beinan kostnað við
heyframleiðslu. Við vitum að við heyframleiðslu era margir þættir beinir og óbeinir sem hafa
áhrif á myndun kostnaðar. Hér verður einungis rætt um beinan framleiðslukostnað á heim-
teknu heyi, án súgþurrkunar fyrir utan vsk.
Við útreikninga á beinum kostnaði við heyframleiðslu er stuðst við kostnaðarlíkön Hag-
þjónustu landbúnaðarins fyrir kúa- og sauðfjárbú. Þá er byggt á gögnum úr niðurstöðum
búreikninga sem Hþl. hefur gefið út frá árinu 1992. Úr kaflanum um túnreikning era teknar
niðurstöður um breytilegan kostnað við heyöflun á kúa- og sauðfjárbúum, þ.e. vegna búvéla,
rekstrarvara og þjónustu. Þær era framreiknaðar með vísitölu framfærslukostnaðar til þess
tíma sem útreikningamir era gerðir. Verð á búvélum sem notað er við útreikningana er upp
gefið af vélasölum. Áburðarverð er júlí verð Áburðarverksmiðju ríkisins.
Þegar niðurstöður eru skoðaðar ber að athuga að aðeins hafa verið teknir með í útreikn-
ingana kostnaðarliðir sem hægt er með góðu móti að áætla og heimfæra beint á heyskapinn,
þ.e. breytilegan kostnað, afskriftir og fjármagnskostnað af tilheyrandi vélum, ræktun og bein
laun fyrir vinnu við tún.
Ekki er gerð nein tilraun til að áætla hlut heyskapar í ýmsum sameiginlegum
kostnaði búsins, s.s. stjórnunarkostnaði, tryggingum, opinberum gjöldum, rafmagni o.fl.
Þá er ekki tekið á neinn hátt tillit til gæða heysins eða markaðsvirðis þar sem framboð
og eftirspurn ráða mestu. Einnig ber að hafa það í huga að gengið er út frá verði á