Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 160
152
Vélar. Vélakostur sem notaður er við útreikningana er vélagrunnur kúa- og sauðfjárlíkans
Hþl. líkansins sem byggir á mati sérfræðinga Bútæknideildar Rala á nauðsynlegum vélbúnaði
fyrir verðlagsgrundvallarbúið. í útreikningunum er stillt upp vélagrunni (vélgengi) sem nýtist
óháð heyskaparaðferð. Til viðbótar er stillt upp vélalínu sem em sérhæfðar vélar fyrir hveija
heyskaparaðferð.
Grunnvélar:
Vélar sem eru nauðsynlegar óháð heyskaparaðferð, þ.e. dráttarvélar, áburðardreifari,
sláttuvél og múgavél.
Vélar til viðbótar eftir heyskaparaðferð:
(1) Vélar sem tilheyra einvörðungu heyskap með þurrheysbagga, s.s. bindivél,
baggatína og baggavagn.
(2) Vélar sem tilheyra einvörðungu heyskap með rúllubagga, s.s. rúllubindivél,
rúllugreip og flutningavagn.
(3) Vélar sem tilheyra einvörðungu heyskap með laust hey, s.s. sjálfhleðsluvagn,
heyblásara og heydreifikerfi.
Að undanskilinni dráttarvélinni og áburðardreifaranum eru sérhæfðu vélamar eingöngu
nýttar til heyskapar, þ.a.I. er afskriftum af þeim og fjármagnskostnaði deilt beint á uppskeru til
heyskapar. Samkvæmt uppgjöri búreikninga 1991 er áætlað að 75% af afskriftum dráttarvéla
og fjámagnskostnaði falli til vegna heyöflunar. Kostnaði vegna áburðardreifara er deilt á
heildaruppskeru þar sem hann er nýttur bæði til að skapa uppskeru til heyskapar og beitar.
Ræktun. Undir ræktun falla tún, skurðir og girðingar. í raun eru hér ekki reiknaðar út
hefðbundnar afskriftir heldur er áætlað árlegt viðhald sem dugir til að halda túnum í fullri
ræktun og girðingum fjárheldum. Gert er ráð fyrir að 2,5% túnanna séu endurræktuð árlega og
tilheyrandi skurðir séu dýpkaðir og hreinsaðir og árlegt viðhald girðinga nemi 5% af stofn-
kostnaði. í líkaninu er stofn- og viðhaldskostnaður ræktunar fyrir verðlagsgrundvallarbúið
metin skv. áætluðum meðal ræktunar- og girðingarkostnaði í Handbók bænda.
Vinnulaun. Tekið er mið af heildarlaunum í verðlagsgmndvelli kúabús 1. júní 1994, þ.e.
grunnlaunum, álagi og öllum launatengdum gjöldum. Vinna við heyskap á búi að verðlags-
gmndvallarstærð er áætluð 678 klst (áburðardreifing 42 klst, heyskapur 536 klst, viðhald og
endurræktun 100 klst). Við mat á vinnumagni var byggt á niðurstöðum vinnuskýrslna og
einnig var leitað eftir áliti sérfræðinga Bútæknideildar Rala á Hvanneyri og nokkurra bænda.
Ekki er gerður neinn greinarmunur á vinnumagni eftir heyskaparaðferðum.'