Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 176
168
KORNÞROSKI
Vetrarkom sem byrjar vöxt sem smáplanta að vorinu hefur auðvitað töluvert forskot á
sumarkorn sem þarf að bíða jarðvinnslu og síðan að spíra frá fræi. Fljótþroskað vetrarkom er
oft komið nærri skriði þegar sumarkom er að koma upp. Þann 22. júní 1992 var allur rúgurinn
skriðin en þá var sumarbyggið 10 sm hátt. Vissulega er vetrarbygg langt á undan sumarbyggi í
þroska, en því miður er því þó svo farið að það er seinþroskaðasta tegundin, vetrarúgur, sem
helst kemur til álita við ræktun hérlendis, vegna þess að hinar tegundirnar em ekki nægilega
vetrarþolnar. Það verður því að teljast hæpið að rúgurinn nái þroska á svæðum þar sem
sumarbygg berst í bökkum.
í framhaldi af athugunum á vetrarþoli vetrarkornsins á Möðruvöllum vom sum árin
nokkrir stofnar vetrarkoms látnir standa áfram og fylgst með hvort þeir næðu að þroska fræ.
Var þá komið látið standa eins langt fram eftir haustinu og mögulegt var. Haustið 1991 hafði
nokkuð hmnið úr öxum byggs og hveitis, en aldrei bar neitt á því að kom hryndi úr axi vetra-
rúgs. Sum árin hafði talvert af vetrarkominu drepist (1994) og önnur ár varð lítil sem engin
uppskera vegna kulda (1993). Uppskeran var einungis metin sem komþungi, en í sumarbyggi
er talið að komið sé þroskað ef 6-raða bygg nær 30 mg þunga og 2-raða bygg 40 mg. Saman-
burður á milli ára er vafasamur, vegna þess að ekki vom alltaf sömu stofnar notaðir. Kom-
þungi vetrarkornsins er hér borinn saman við komþunga sumarbyggs, sem var ræktað á
Möðruvöllum 1988, 1993 og 1994 en í Miðgerði í Eyjafjarðarsveit 1991 og 1992. Ennfremur
er sýndur meðalhitinn á Akureyri frá 15. maí til 15. september, sem er sá tími sem Jónatan
Hermannsson telur að nýtist til ræktunar sumarbyggs. Þess ber að geta að í viðbót við þennan
sprettutíma nýtir vetrarkom einnig sprettu haustsins á undan og er oft komið í sprettu fýrir 15.
maí og var í festum tilvikum látið standa fram yfir 15. september uppskeruárið.
í ljós kemur að í bestu ámm nær vetrarkomið sæmilegum þroska, svo sem 1992 og
1994, en þetta em ekki endilega þau ár sem hæstan sumarhita hafa. Kaldasta sumarið (1993)
er vetrarbyggið næst því að þroskast, en eftir hörðustu vetuma (1994) er það dautt en rúgurinn
nær að þroskast (3. tafla).