Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 179
171
Talsverð gerjun hefur orðið í rúgnum og nokkur ediksýra myndaðist. Engu að síður
virtist hann verkast vel og kýr átu hann svipað og endurvöxt rýgresis.
BEIT OG KORNRÆKT
í Skandinavíu var áður notað afbrigði af vetrarrúgi (Sankt Hansrug), sem sáð var að vori eða á
miðju sumri, það beitt eða slegið síðsumars og látið lifa til kornþroska árið eftir. Á Möðru-
völlum er verið að gera tilraunir með þetta. Var fýrst sáð finnskum Ensi vetrarúgi í fjórðung úr
hektara 24 maí 1993 og síðan aftur 27. maí 1994. Var þessi rúgur beittur sáðárið og uppskeru-
mældur í samanburði við sumarrýgresi (6. tafla).
6. tafla.
1993 1994
Vetrarúgur Sumarrýgresi Vetrarúgur
Uppskera hkg þe./ha Meltanleiki % Uppskera hkg þe./ha Meltanleiki % Uppskera hkg þe./ha Meltanleiki %
5. ágúst 32,3 84 26,2 82
10. ágúst 38,6 85 35,5 82
17. ágúst 45,3 85 34,8 80 37,0 82
25. ágúst 62,4 85 51,9 77 49,8 79
Sést að vetrarrúgurinn gefur meiri uppskeru en sumarrýgresið og athyglisvert er hve
miklu betur hann heldur fóðurgildi sínu. Rúlluverkun á vorsáðum rúgi tókst með ágætum og
kýr voru sólgnar í hann. Hins vegar fór svo að vorið 1994, vorið eftir beitina, var þessi rúgur
80% kalinn á meðan haustsáðan, ósleginn rúg kól einungis 10%. Er þetta í samræmi við þá
reynslu manna að ungar fræplöntur lifa betur og eru þolnari en þær sem eldri eru og hafa verið
slegnar eða beittar. Hugsanlegt er að rúgnum hafi verið sáð of snemma og hann hafi þess
vegna þolað veturinn illa, en í Skandinavíu er honum ekki sáð fyrr en um Jónsmessu. Nokkrar
plöntur af þessum rúgi voru látnar standa til þroska og gáfu þær minna kom (43 mg) en annar
vetrarúgur (48 mg).
Þessi athugun virðist ekki gefa góðar vonir um tvínot af vetrarúgi, en rétt er að athuga
ber nánar hvort vetrarúgur eigi ekki rétt á sér sem einært grænfóður á sama hátt og bygg,
hafrar og rýgresi.