Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 189
181
góðs af þurrkun mýranna, einkum þar sem landið var gott ræktunarland, en einnig vegna meiri
notkunar tilbúins áburðar sem jók uppskeru margfalt. Nú em tún um 95% af öllu ræktuðu
landi hérlendis.
ATHUGANIR Á ÁNAMÖÐKUM í TÚNUM
Fæða ánamaðka, þ.e. lífrænar leifar í jarðvegi, hefur gmndvallarþýðingu fýrir afkomu þeirra
svo framarlega sem verðurfar og önnur skilyrði í jarðvegi em hagstæð. Jarðrækt hefur því
óhjákvæmilega áhrif á starfsemi ánamaðka. Sumar tegundir ánamaðka nærast beint á búfjár-
áburði eða þeim örvemm sem þar vaxa (taðáni og svarðáni). Þar sem borinn er á tilbúinn
áburður og kalk má vænta aukinnar uppskem og magns lífræns efnis í jarðvegi. Rætur em
ekki fjarlægðar við slátt eða beit en dauðar rætur em mikilvæg fæða ánamaðka (Todd o.fl.
1992). Tilbúinn áburður og kalk hafa einnig áhrif á efnaeiginleika jarðvegs en eins og fram
hefur komið þola ánamaðkar sýmstig misvel. Eriendar rannsóknir hafa sýnt að tilbúinn
áburður og búfjáráburður, í þeim mæli sem hann er borinn á tún hérlendis, hefur jákvæð áhrif
á ánamaðka en áhrifin geta verið mismunandi eftir tegundum. Svarðáni og taðáni þrífast vel í
búfjáráburði en grááni þrífst t.d. illa á kúamykju og fækkar mjög í graslendi þar sem borið er á
meira enl50 kg N/ha af tilbúnum áburði (Andersen 1987).
Haustið 1992 var fjöldi, tegundasamsetning og aldurdreifing ánamaðka athuguð í tún-
um á þremur bæjum undir Austur Eyjafjöllum og í Hraungerðishreppi (samtals 12 tún) og
sumarið 1993 í túnum á 5 bæjum á Vestfjörðum (samtals 15 tún). Túnin vom mjög breytileg
hvað varðar jarðveg, aldur og áburðamotkun. Á Suðurlandi vom tekin 3 jarðvegssýni niður á
30 cm dýpt í hveiju túni en einungis 1 sýni í túnum á Vestfjörðum. Ánamaðkar og egghylki
vom skilin frá jarðvegi með blautsigtun. Alls fundust fjórar tegundir ánamaðka í túnunum á
Suðuriandi en tvær í túnum á Vestfjörðum. Þessar tegundir hafa allar fundist áður í túnum
hérlendis. Mikill munur var á fjölda, lífmassa og tegundasamsetningu ánamaðka í túnunum.
Mest var af þeim í aldagömlum túnum bæði á Suðuríandi og á Vestfjörðum en lítið í blautum
mýrartúnum og sandtúnum á Suðuriandi, og stundum ekkert í túnum af þessari gerð á
Vestfjörðum þar sem sýmstig var lágt (pH-gildi minna en 5,0). Á Suðurlandi er mun meira
áfok en á Vestfjörðum og var sýmstig mýrar- og sandtúnanna hærra, pH-gildi 5,45-5,70.
Fjöldi og lífmassi ánamaðka var mun meiri á Suðurlandi en á Vestfjörðum. Varasamt er þó að
bera þessa landshluta saman vegna þess að túnin em fá og ólík. Einnig vom sýnin á
Vestfjörðum tekin í þurrkatíð. Gömlu túnin em einna sambærilegust (3. tafla).