Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 192
184
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1995
Kynning á lista yfir nytjaplöntur 1995
Áslaug Helgadóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Nýkomið er út lítið hefti með lista yfir þá stofna sem mælt er með í landbúnaði, matjurtarækt,
í garðflatir og til landgræðslu 1995. Heftið nefnist NYTJAPLÖNTUR Á ÍSLANDI 1995 og
eru útgefendur Búnaðarfélag íslands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Garðyrkjuskóli ríkisins og
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Á undanfömum áratugum hafa fjölmargar tegundir og stofnar ýmissa nytjajurta verið
prófaðir í tilraunum og leiðbeint var um notkun þeirra eftir föngum. Tilraunamenn og ráðu-
nautar skrifuðu greinar og gerðu grein fyrir þeim stofnum sem voru á markaði og gagnast gætu
í ræktun hérlendis. Mikil breyting varð á þegar sett var reglugerð um innflutning og verslun
með sáðvöru 26. mars 1971. í 3. gr. segir: „Á vegum jarðræktardeildar Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins skal árlega birta skrá yfir þær nytjajurtir, tegundir, afbrigði og stofna, sem
mælt er með, að notaðir séu til ræktunar í landinu". f kjölfarið var farið að gefa út fylgirit með
Frey sem nefndist FRÆEFTIRLIT, Leiðbeiningar um innflutning fræs, og kom það út sex
sinnum árin 1972-1978. Listi þessi takmarkaðist við gras- og grænfóðurtegundir. Auk upp-
talningar á stofnum var þar einnig að finna ýmsar athugasemdir og leiðbeiningar um notkun
hinna ýmsu tegunda og stofna.
Árið 1978 voru sett ný lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Samkvæmt þeim
lögum og reglugerð nr. 256 frá 1981 var skylt að gefa út lista árlega yfir þá stofna sem heimilt
væri að selja án sérstaks leyfis frá eftirlitsdeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, síðar
Aðfangaeftirlitinu. Síðan hefur verið gefinn út svokallaður SÁÐVÖRULISTI árlega. Þar eru,
án athugasemda, taldir upp þeir stofnar fóðurjurta og byggs til komþroska sem heimilt er að
flytja til landsins. Aldrei hafa verið gefnir út neinir samsvarandi listar fyrir kartöflur, grænmeti
eða berjarunna.
Síðustu ár hefúr þörf fyrir flatargrös aukist verulega. Golfvöllum hefúr fjölgað um allt
land og auk þess er mikið um að útbúnir séu grasvellir fyrir knattspymu. Þessum málaflokki
hefur lítið verið sinnt fram að þessu og stofnaval á sáðvörulista hefur verið takmarkað. Ekki