Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 201
193
Litamynstrin eru til komin vegna hvítra svæða í lituðum fleti. Þessi hvítu svæði eru oft
bundin við ákveðna líkamshluti, svo sem á enni, hala, neðst á útlimum, á hrygg, brjósti og
búk. Mörg nöfn mynstranna tengjast staðsetningu hvíta svæðisins, t.d. húfótt, hryggjótt, sokk-
ótt og huppótt. Heiti litamynstranna tengjast heiti aðallitanna í samtengdu orði og er brand-
sokkótt dæmi um slíkt.
Höfundar helstu kenninga
Wright (1917) var meðal þeirra fyrstu sem skrifa um litaerfðir nautgripa en hann tekur mið af
því sem komið var fram á þeim tíma hvað varðar litaerfðir annarra tegunda. Aðrir sem fylgdu
dæmi hans og rannsökuðu litaerfðir nautgripa með tilliti til samsvörunar (homologi) milli teg-
unda eru Rendel (1957), Lauvergne (1966) og Searle (1968).
Enn aðrir tóku fyrir flesta þá liti sem finnast meðal nautgripa og áttu sinn þátt í að varpa
ljósi á litaerfðir tegundarinnar. Þar er helst að nefna Ibsen (1933), Berge (1965) og Olson og
Willham (1982).
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Söfnun gagna
Gögnin sem notuð voru eiga sér þrenn mismunandi upptök. Þau eru tekin úr skýrsluhaldi
bænda, nautaksýrslum Búnaðarfélags fslands og eigin athugunum.
í skýrsluhaldinu er lit kúa lýst með tveggja tölustafa kóda þar sem fyrri tölustafurinn
stendur fyrir aðallit og sá seinni fyrir litamynstrið. Litskráningin lá fyrir á disklingi.
Búnaðarfélag íslands gefur út skýrslur sæðingastöðvarinnar á Hvanneyri árlega en þar
lýsa starfsmenn m.a. lit á hverju nauti fyrir sig. Þessum litalýsingum var komið á töluvtækt
form þar sem tveggja tölustafa kódinn var notaður, líkt og í skýrsluhaldinu.
Eigin athuganir ná yfn litskráningu 2095 mjólkurkúa á 72 býlum landsins þar sem
fjögurra tölustafa kódi var notaður. Sú skráning fór fram í ágústmánuði 1993 með aðstoð Jóns
Viðars Jónmundssonar. í mörgum tilvikum lét bóndinn einnig í té upplýsingar um aðallit á
móður viðkomandi einstaklings. Fyrsti og þriðji tölustafurinn í kódanum lýsa aðallitnum, sá
fyrri lit og sá seinni blæbrigði. Annar og fjórði tölustafurinn í kódanum lýsa mynstrinu, sá
fyrri um hvaða mynstur er að ræða og sá seinni útbreiðlsu þess.