Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 202
194
Vinnsla gagna
Að lokinni samkeyrslu gagnanna lágu íyrir eftirfarandi upplýsingar um 2095 einstaklinga:
Fæðingarár, númer, númer á foreldrum og móðurföður, fjögurra tölustafa litalýsing, tveggja
tölustafa litalýsing á foreldrum, móðurföður, föðurmóður og föðurföður. I sumum tilvikum
fannst ekki litalýsing á öfum og ömmum einstaklingsins. Sama gildir um einstaka mæður.
Þessar 2095 kýr eru undan 234 nautum þar sem tjöldi dætra á hvert naut dreifist frá 1 upp í 82.
Við vinnslu gagnanna var dætrahópur hvers nauts færður í töflu og flokkaður eftir aðallit þar
sem tekið var tillit til aðallitar móður. Þetta var mögulegt með því að keyra töfluforrit hannað
af Stefáni Aðalsteinssyni. Niðurstöður parana milli aðallitanna vom síðan teknar saman
þannig að sex töflur urðu til fyrir hvern aðallit fyrir sig.
Það var ákveðið að nota einungis þau naut sem áttu fimm eða fleiri dætur við töl-
fræðilega keyrslu. Fjöldi þeirra nauta sem voru með í athuguninni, ásamt dreifingu þeirra á
aðallit og fjöldi dætra þeirra þegar tekið er tillit til aðallitar móður, kemur fram í 1. töflu.
Síðari athugun á erfðum á rauðu, kolóttu og svörtu sem Stefán Aðalsteinsson tók fyrir
ásamt samstarfsmönnum einskorðaðist við þessa liti og var þá bröndótt, sægrábröndótt, sægrá-
kolótt, grákolótt og kolótt talið saman í hóp og sægrátt og grátt talið saman með svörtu. í þeim
tilvikum sem annað foreldrið var grátt eða sægrátt voru afkvæmin (158 talsins) ekki tekin með
vegna óöryggis um hvaða gerð gráa og sægráa litarins væri á foreldrinu. Þannig vom af-
kvæmin í þeirri athugun 1269 undan 99 nautum.
Þessi athugun leiddi í ljós tilvist á víkjandi svörtu í íslenskum nautgripum. Þannig vom
Qögur þessara 99 nauta gmnuð um að bera erfðavísinn fyrir víkjandi svörtu, þrjú kolótt og eitt
svart.
Niðurstöður æxlana milli litamynstra vom teknar saman á sama hátt og aðallitirnir. f 2.
töflu er úttekt úr mörgum töflum sem sýndu dreifmgu afkvæma á litamynstrin út frá hinum
ýmsu litamynstursamsetningum foreldranna. Taflan sýnir eingöngu niðurstöður þeirra parana
þar sem annað foreldrið er einlitt og dreifmgu afkvæmanna á litamynstrin.