Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 208
200
Flestir erfðavísar A-sætis ríkja yfir erfðavísinum fyrir svörtu litarefni. Undantekningin
er víkjandi erfðavísirinn a. Ríkjandi svart lætur hins vegar ekki að stjórn erfðavísa í A-sæti og
þá hlýtur erfðavfsirinn sem veldur svörtu í íslenskum nautgripum að vera ríkjandi svartur, E^.
Rauði erfðavísirinn er meðal þeirra erfðavísa sem víkja fyrir þeim kolótta og styðja
æxlanir milli kolóttra foreldra það því þær gefa m.a. rauð afkvæmi skv. 1. töflu. Hins vegar
vekur athygli að 4 svört og 2 sægrá afkvæmi koma út út pörunum milli rauðra og kolóttra
foreldra annars vegar og bröndóttra og kolóttra foreldra hins vegar. Stefán Aðalsteinsson og
samstarfsmenn halda því fram að orsökin sé vegna tilveru erfðavísis sem veldur víkjandi
svörtu í samvistum við víkjandi erfðavísinn í A-sætinu, a. Þessi erfðavísir, E+, veldur fram-
leiðslu á svörtu litarefni. Afkvæmin úr áður nefndum pörunum hljóta þá E+ ffá kolóttu eða
bröndóttu foreldri og sitt hvort a-ið frá sitt hvoru foreldrinu og verða svört.
Eitt svörtu nautanna í athuguninni eignaðist rautt, svart og kolótt afkvæmi með rauðum
kúm og styrkir það tilveru á víkjandi svörtu í íslenskum nautgripum. Viðkomandi naut hefúr
arfgerðina E+e/aa og kolótt afkvæmi þess fá þvx A+ frá rauðri móður sem ber þann erfðavísi
dulinn. Þessar athuganir á víkjandi svörtu í íslenskum nautgripum telja fáa gripi en útskýra
svört afkvæmi undan kolóttum eða bröndóttum og rauðum foreldrum. Einungis arfgerðin
skilur ríkjandi og víkjandi svart að, svipgerðin er sú sama.
Litamynstur
Ríkjandi mynstur sem finnast í íslenska kúastofninum eru húfótt, krossótt, hryggjótt og
grönótt. Þessi mynstur koma ekki fram í afkvæmi nema annað af foreldrunum beri mynstrið. í
2. töflu er þó undantekning hvað varðar húfótt og krossótt. Þrjú slík afkvæmi undan einlitu og
skjöldóttu benda til þess að skjöldótta foreldrið sé húfótt eða krossótt. Hin fjögur undan einlitu
og einlitu eða sokkóttu eiga sér ekki aðra skýringu en þá að litskráning viðkomandi aðila eða
foreldra sé röng.
Með því að líta á afkvæmi út úr æxlunum nauta sem bera erfðavísa fyrir ríkjandi
mynstrum og einlitra eða skjöldóttra kúa (sjá í 2. töflu) þá geta húfótt, krossótt og hryggjótt
verið í S-sæti. Það hefúr verið valið hér að færa erfðavísana fyrir þessum svipgerðum í S-sæti
ásamt erfðavísunum fyrir einlitu, S, og skjöldóttu, s.
Grönótt naut var ekki til staðar í efniviðnum. Hér verður erfðavísinum sem veldur
grönóttu haldið fyrir utan S-sætið þó svo æxlanir milli grönóttra kúa og nauta með hin ýmsu
mynstur útiloki það ekki. Erfðavísirinn er táknaður Wp á sama hátt og Ibsen (1933) og Olson