Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 209
201
og Willham (1982) en þeir taka tillit til erfða á ensku þjóðgarðakyni (White Park Cattle) sem
er grönótt nautgripakyn.
Húfótt getur gefið krossótt afkvæmi og öfugt. Helmingur afkvæma húfótts eru húfótt
eða krossótt. Það sama gildir um helming afkvæma krossótts. Það bendir til að húfótt og
krossótt verði til vegna eins og sama erfðavísisins. Krossótt dýr eignast einungis einlit, húfótt
eða krossótt afkvæmi. Þau bera trúlega ekki erfðavísinn fyrir skjöldóttu, s. Húfótt dýr eignast
einlit, húfótt eða krossótt, sokkótt, huppótt og skjöldótt afkvæmi. Þau hljóta þá að bera
erfðavísinn fyrir skjöldóttu. Erfðavísinn fyrir húfóttu eða krossóttu verður táknaður með S^.
Bókstafurinn k stendur fyrir krossótt. Húfótt er þá til komið vegna arfgerðarinnnar S^s í S-
sætinu, krossótt vegna S^S.
Hryggjótt er af völdum ríkjandi erfðavísis, Scs, þar sem bókstafimir cs standa fyrir
„colour sided“ skv. Olson og Willham (1982).
Nokkur skjöldótt naut gáfu einlitt, sokkótt, huppótt og skjöldótt afkvæmi með einlitum
kúm. Það ýtir undir það að sokkótt og huppótt beri annað hvort erfðavísinn S eða s í S-sætinu.
í 2. töflu má sjá að niðurstöður æxlana milli einlitra foreldra gefa stórt hlutfall einlitra
afkvæma miðað við tvílit afkvæmi. Mörg einlitu dýranna virðast því vera arfhrein fyrir S í S-
sætinu. Sama tafla sýnir einlit afkvæmi koma fyrir undan skjöldóttum foreldmm.
Erfðir á einlitu og tvflitu líta út fyrir að tengjast fleiri en einum erfðavísi. Svipgerð
foreldris getur horfið í afkvæmi. Skjöldóttir foreldrar ættu einungis að gefa skjöldótt afkvæmi.
Foreldramir gætu hugsast að færa afkvæmi sínu jafnframt erfðavísi sem heftir útbreiðslu á
hvítu. Þegar þessi erfðavísir kemur fyrir í tvöföldum skammti hjá afkvæminu mun það verða
einlitt eða með mjög lítið hvítt. Slíkar tilgátur ústkýra einlit afkvæmi undan skjöldóttum
foreldrum.
Huppótt er trúlega ein tegund af skjöldóttu og arfhreint fyrir s. Samvirkandi erfðavísar
em hugsanlega til staðar og hafa áhrif á útbreiðslu hvíta litarins.
Sokkótt virðist bera erfðavísinn fyrir einlitu, S. Sokkótt gæti hins vegar orðið til vegna
erfðavísa í öðm sæti en S-sætinu. Stefán Aðalsteinsson og Friðþjófur Þorkelsson (1991) nefna
fleiri erfðavísa sem hafa áhrif á útbreiðslu á sokkóttu meðal hesta. Þessir erfðavísar hafa lítil
áhrif hver fyri sig en eftir því sem fleiri em til staðar þeim mun meiri verður útbreiðslan á
hvítu í dýrinu. Tilvist slíkra erfðavísa með svipuð áhrif em ekki óhugsandi meðal nautgripa.