Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 210
202
YFIRLIT
Svör á erfðum aðallita íslenska nautgripastofnsins liggja að nokkru leyti fyrir. Erfðatáknin
fyrir aðallitina sex sem koma fyrir meðal íslenska kynsins ásamt mynstri em sýnd í 3. töflu.
Erfðavísamir eru staðsettir í ákveðin sæti og svipgerðin sem kemur fram er tekin með.
3. tafla. Svipgerð, sæti og erfðatákn aðallitanna sex ásamt mynstrum í íslenska nautgripastofninum.
Svipgerð Sæti Erfðatákn Almenn arfgerð Erfðir
Aðallitir Svart E Ed Ed- Ríkjandi svart
E og A E+ a E+ - aa Víkjandi svart
Rautt E e ee Víkjandi
Kolótt Eog A E+ A+ E+ - A+ - Rfkjandi yfir rauöu
Bröndótt Br Br Br - Ríkjandi yfir kolóttu
Sægrátt D d dd Víkjandi
Grátt Si si sisi Víkjandi
Mynstur Húfótt S sk Sks Ríkjandi yfir s
Krossótt S sk sks Ófúllkomlega ríkjandi yfir s
Hryggjótt S Scs SSC- Ríkjandi yfir s
Einlitt S S s- Ríkjandi yfir s
Skjöldótt S S ss Víkjandi
Huppótt S s ss? Víkjandi
Grönótt Wp Wp Wp- Ríkjandi
Sokkótt 9 Ss? ? Ber a.m.k. S
Út frá þessari töflu er hægt að finna hvaða erfðavísa hinir mismunandi litu nautgripir
bera. Sægrákolhryggjótt kýr hefur t.d. eftirfarandi erfðaformúlu: E+- A+- brbr dd Si- Scs-
wpwp.
Erfðir víkjandi mynstra reyndust flóknar. Það hefði mátt taka meira tillit til útbreiðslu
hvítu svæðanna sem var reyndar skráð en var hins vegar lítið notað við úrvinnslu. Öll mynstur
sem komu fyrir á sömu skepnunni hefið átt að skrá og þar með bæta við fjögurra stafa kódann.
Ennþá er ýmislegt sem ekki liggur ljóst fyrir hvað varðar litaerfðir íslensku nautgrip-
anna. Þar er helst að nefna blæbrigði innan aðallitanna. Það er áhugavert að kanna þær erfðir
en slíkt er ekki mögulegt nema blæbrigði foreldra séu einnig skráð.
HEIMILDASKRÁ
Berge, S., 1965. Storfefarger. Institutt for husdyravl, Norges Landbrukshægskole. Melding nr. 201.
Bultman, S.J., o.fl., 1992. Molecular characterization of the Mouse Agouti Locus. Cell, 71: 1195-1204.
Freund, J.E., 1988. Modem elementary statistics. 7. útg. Prentice-Hall International, London.
Ibsen, H.L., 1933. Cattle inheritance. I. Color. Genetics, 18: 441-480.