Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 217
209
Fram kemur að arfgengi fyrir þyngd er mun hærra fyrir smálax en stórlax. Svipað arf-
gengi á smálaxi í kvíaeldi hefur verið metið (Gjerde o.fl. 1994). Arfgengi fyrir þyngd á stór-
laxi mælist ekki. Sennilegasta skýringin er sú að mjög fáir stórlaxar heimtast miðað við fjölda
fjölskyldna sleppt. Þannig verður mat á arfgenginu ónákvæmt. Arfgengi fyrir endurheimtur á
smálaxi er lágt og enn lægra fyrir stórlax. Þetta kemur ekki á óvart því eiginleikinn endur-
heimtur er samsettur úr mörgum eiginleikum, s.s. gönguhegðun í sjó, eiginleikanum að forðast
afræningja, öflun fæðu, sjúkdómum o.fl. Þessi eiginleikar eru mjög tengdir lífsþrótti. Þar sem
arfgengi fyrir endurheimtur á smálaxi er hærra gefur það betri vonir til þess að hægt verði að
auka endurheimtur með vali á smálaxi frekar en á stórlaxi.
Erfðafylgni
í 4. töflu er sýnd erfðafylgni milli mikilvægustu eiginleikanna í hafbeit.
4. tafla. Erfðafylgni milli mikilvægara eiginleika í hafbeit. Heildarþyngd er skilgreind sem heildarþyngd af smá-
og stórlaxi miðað við hver 1000 gönguseiði sleppt á hafbeit. Erfðafylgni milli eginleika var reiknað þannig að
einungis voru metin fervik og samvik milli feðra þar sem meðaltöl hverrar fjölskyldu voru notuð sem stiki.
Endurheimtur stórlax Þyngd smálax Heildarþyngd
Endurheimtur smálax -0,29±0,16 0,16±0,16 0,90±0,04
Endurheimtur stórlax 0,20±0,20 0,12±0,19
Þyngd smálax 0,61 ±0,19
Fram kemur að hæsta fylgnin er milli endurheimtu á smálaxi og heildarþunga úr sjó,
mun hærri en milli endurheimtu á stórlaxi og heildarþunga. Þyngd á smálaxi sýnir einnig háa
fylgni við heildarþyngd. Neikvæð fylgni milli endurheimtu á smálaxi og stórlaxi bendir til að
ef valið er fyrir auknum heimtum á smálaxi mun smám saman draga úr heimtum á stórlaxi.
Lág erfðafylgni milli endurheimtu á stórlaxi og heildarþyngdar sýnir að endurheimtur á stór-
laxi hafa lítið vægi í heildarþunga úr hafi. Þyngd á smálaxi sýnir lága fylgni milli endurheimtu
á smálaxi og stórlaxi.
Mikilvægasti eiginleiki í hafbeit er heildarþyngd þess lax sem heimtist í hafbeitarstöð.
Því sýna áðumefndar fylgnitölur að endurheimtur og meðalþyngd á smálaxi endurspegla best
þennan eiginleika og því á að einbeita sér að því að velja fyrir auknum heimtum og hærri
meðalþyngd á smálaxi til þess að auka heildarþyngd með vali.