Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 232
224
Hvað verður af þeim hluta sem eftir er af þessum mismun, u.þ.b. 50 kg, væri fróðlegt að
vita, hvað tapast í hinum ýmsu ferlum í jarðvegi og hvað binst til frekari geymslu: Einnig væri
gagnlegt að geta gert sér grein fyrir því magni sem jarðvegurinn gefur frá sér árlega með
niðurbroti köfnunarefnis sem er á lager.
Hvað varðar nýtingu kalís og fosfórs þá virðist að það ætti ekki að þurfa að bera á kalí ef
kalí í mykju nýttist fullkomlega. Ef fosfór er borinn á í miklu magni binst hann fast í jarðvegi
og nýtist illa. Þó megin áhersla sé lögð á hringrás N og nýtingu þess þá ber einnig að huga að
K og P. Ekki er fráleitt að notkun þessara efna mætti bæta og minnka eitthvað, aðallega fósfór.
Samkvæmt sænskri tilraun sem gerð var á árunum 1990-1991 í Öjebyn, þar sem
samanburður var gerður á lífrænu og hefðbundnu kúabúi, reyndist næringarefnajafnvægi hjá
fyrrnefnda búinu neikvætt (-38 kg N/ha, (-4 kg P/ha), 10 kg K/ha) en jákvætt hjá því hefð-
bundna (38 kg N/ha, 21 kg P/ha, 44 kg K/ha). Næringarjafnvægi jarðvegsins reyndist hins
vegar neikvætt hjá báðum búum hvað varðar N. Á hefðbundna búinu reyndist jafnvægið vera
-7 kg N/ha, 14 kg P/ha, 50 kg K/ha en á því lífræna -59 kg N/ha, (-5 kg P/ha), (-42 kg K).
Bæði búin nýttu sér belgjurtir en lífræna búið í meira magni, köfnunarefnisbinding belgjurta
hefðbundna búsins nam 27 kg/ha en hjá því lífræna 33-43 kg/ha. Með því að auka enn frekar
hlutdeild smárans og bæta meðferð mykjunnar mætti vinna á þessu óhagstæða N-jafnvægi
(Britta Fagerberg o.fl. 1992).
Tilgangur þessa erindis er í raun að vekja athygli á því hve mikið skortir á þekkingu
okkar í þessum efnum. Það er afar brýnt að ráða þar bót á hvort sem litið er til lífræns eða
hefðbundins búskapar. Hér er bæði horft til hagfræðilegra þátt og umhverfisþátta. í nágranna-
löndum okkar hefur verið lögð rík áhersla á að afla þekkingar á þessu sviði. Ekki er útilokað
að við getum nýtt hluta af þeirra þekkingu en hætt er við að hluti erlendra upplýsinga komi að
litlu haldi sökum ólíkra aðstæðna.
Ef lífræn ræktun á að ganga eins og best verður á kosið þá þarf að nýta allt það svigrúm
sem er fýrir hendi, þ.e. að minnka tap við meðhöndlun búfjáráburðar, minnka tap næringar-
efna í jarðvegi, nýta belgjurtir o.s.frv. Af því má sjá að þörf aukinna upplýsinga er mikil til að
samvinna okkar við jarðveginn og umhverfi okkar megi verða sem farsælust.
HEIMILDASKRÁ
Claesson, Sture og Staffan Steineck, 1991. Vaxtnaring hushállning - miljö. SLU-specialIa skrifter nr. 41.
Fagerberg, Britta, Eva Salomon og Staffan Steineck, 1993. The computer program NPK-FLO. Department of
Crop Production Science - Interna Publikationer, 9.