Ráðunautafundur - 15.02.1995, Side 238
230
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1995
Túnrækt án tilbúins áburðar
Friðrik Pálmason
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Hvernig verður áburðarnotkun háttað hjá bændum sem aðlaga búskaparhætti að svonenfndri
lífrænni ræktun samkvæmt nýsettum lögum og reglugerð? Búfjáráburður sem til fellur í
hefðbundnum búgreinum nægir ekki nema á hluta túnanna. Verður þá að kaupa lífrænan áburð
að eða afla heyja af óábomu landi að miklu leyti. í þessu erindi verður hugað að því hvemig
túnræktun með lífrænum áburði eingöngu getur verið háttað.
Ennfremur verða raktar niðurstöður úr skoskri samanburðartilraun með eldi ungnauta í
lífrænni ræktun og greint frá samanburði á magni afurða af hektara land í hefðbundinni ræktun
og í búskap með smáraræktun í rannsóknum á Bretlandi til 1992. Smáraræktunin samsvarar,
eða stendur nálægt, lífrænni ræktun hvað varðar áburðamotkun.
VAXTARAUKI FYRIR ÁBURÐ Á TÚN
Vaxtarauki fyrir 100 kg/ha N var 24,6 hkg/ha þurrefni í grasi í 7 tilraunum sem höfðu staðið
19-30 ár (Hólmgeir Bjömsson o.fl. 1975). í sömu heimild er þess getið eftir erlendum
heimildum að vaxtarauki fyrir hóflega skammta af níturáburði sé oft á bilinu 20-30 kg þurrefni
á kg af N.
Niðurstöður eru að jafnaði svipaðar í tilraunum undanfarin ár (1. tafla).
1. tafla. Vaxtarauki fyrir N-áburð í tilraunum með samanburð N-tegunda 1984-1993.
Staður Áburðar skammtar, N kg/ha Uppskera, þurrefni, hkg/ha án N-áburðar Uppskeruauki fyrir N í áburði kg þurrefni/kg N
Sámsstaðir 0, 120 19,2 29,9
Akureyri 0, 55, 82 24,1 20,8
Reykhólar til 1990 0, 75, 120 23,6 27,4
Skriðuklaustur 0, 75, 120 50,0 15,7
Meðaltöl 29,2 23,5