Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 243
235
Á Korpu var jarðvegur merktur með N-15 samsætu haustið áður en mælingarnar voru
gerðar með því að plægja niður hafra sem höfðu fengið áburð merktan með N-15. í
Gunnarsholti 1993 var hins vegar notaður níturáburður með 5 N-15.
Með einni undantekningu hefur níturnám úr lofti verið 81-89 af N í hvítsmáranum. Þar
sem vöxtur er skemmst á veg kominn við slátt í júnílok á spildu B3 er aðeins um 16% af N í
smáranum numið úr lofti.
ÁHRIF ÓHÓFLEGRAR ÁBURÐARNOTKUNAR Á GRÓÐURFAR TÚNA
OG GRASGÆÐI.
Rannsóknir á áburðarnotkun, bæði áburðartilraunir, jarðvegs- og gróðurefnagreiningar, hafa
verið sá grunnur sem leiðbeiningar um áburðarnotkun hefur hvílt á. Áburðamotkun hér á landi
hefur almennt verið hófleg, eða um 100-180 kg/ha N eftir jarðvegsgerð. Enda hafa rannsóknir
sýnt að óvarlegt er að nota meiri áburð.
Af umsögnum í tilraunaskýrslum um tilraunir með vaxandi skammta af áburði allt að
300 kg/ha N er ljóst að stærstu skammtarnir 225 og 300 kg/ha N valda óheppilegum, ef ekki
skaðlegum breytingum, á gróðurfari túna og grasgæðum. Túngrösin þola ver kal við svo
mikinn áburð. Þetta eru miklu stærri skammtar en hér hafa tíðkast, um það bil helmingi meiri
en meðalnotkun. Miðað við jafngildi áburðarefna er vafalaust sama hvort um er að ræða
tilbúinn áburð eða lífrænan, áhrifin eru þau sömu.
í tilraunaskýrslu frá 1957-58 segir um tilraunina á Reykhólum: „Þar hefur borið mjög
mikið á kali og er upprunalegi gróðurinn mjög genginn út en í staðinn kominn nokkur arfi,
knjáliðagras og ennfremur varpasveifgras. Sérstaklega er þetta áberandi í þeim reitum sem
mestan hafa fengið áburðinn." Rétt er að benda á að við notkun búfjáráburðar er hættan meiri
á að sáðgresi víki fyrir illgresi en þegar tilbúinn áburður er notaður, vegna þess fræforða sem
berst með búíjáráburðinum.
„Á öllum stöðvunum hefur borið dálítið á því að varpasveifgras komi í reitina á e- og f-
liðum og kals hefur þar gætt, t.d. á Skriðuklaustri, enda þótt ekki sé hægt að segja að það hafi
truflað árangur tilraunarinnar annars staðar en á Reykhólum."
Óhófleg áburðamotkun dregur úr þroska og eykur hættu á því að gras leggist.
„Á e- og f-liðum er grasið yfirleitt mjög lint og leggst mjög fljótt. Blaðvöxtur er mikill
og lítil axmyndun. Grasið er því þétt og hvítnar fljótt í rót eða neðan til“ (Ámi Jónsson 1960).