Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 246
238
(tilraunaliður N). í smáraræktuninni fékk lítill hluti landsins um 14% níturáburð sem svarar
260 kg/ha N. Á báðum stöðum voru notuð 18 tonn/ha af búfjáráburði eða sem svarar 20 kg/ha
N eftir fyrsta og annan slátt í vothey. Fosfór og kalí var borið á samkvæmt leiðbeiningum.
Frá 1987 var ræktunin lífræn (samkvæmt stöðlum Soil Association Standards) á íyrr-
nefnda staðnum (tilraunaliður 0).
Snemma í maí ár hvert voru 21 Herford Frísían ungnaut sett á beit á hvorum stað að
undanskildu fyrsta árinu, en þá voru 13 gripir í lífrænu ræktuninni en 18 þar sem stóru
áburðarskammtamir voru notaðir. Nautin voru fædd haustið áður í ágúst-september. í byijun
beitartímans voru þau um 200 kg að þyngd, en um 270 kg þegar þau voru hýst í október. Á
innstöðutímanum ffam að slátrun voru þau fóðruð á votheyi og byggi eða höfrum.
6. tafla. Beit og sláttur í Aberdeentilrauninni. Beit og slætti var eins hagað
á báðum stöðum.
Tímabil Spilda nr. Sláttur í vothey Beit
Maí/byrjun júní 1,2 3
Júlí/byijun ágúst 3 1,2
Ágúst, sept., okt. 2 1,3
Nóvember, desember Fjárbeit á öllum spildum
Fyrri sláttur í vothey var í byrjun júní en seinni sláttur í byrjun ágúst. Vothey var vel
verkað á báðum stöðum. Uppskera í báðum sláttum samanlagt var 18% minni í lífrænni
ræktun en í hefðbundinni og 17% minni á beitta landinu.
Gæði votheys úr smáragrasi annars vegar og hins vegar úr grasi við mikla áburðargjöf
eru mjög svipuð. Eðlilega er þó meira þurrefni og hráprótein í smáragrasinu. Einnig meira
ammóníum-N sem hlutfall af heildar-N og gæði hrápróteins að því leyti til lakari í smára-
heyinu, þótt bæði gildin séu innan við 10% af heildar-N. Nýtanleg orka er einnig lítið eitt
meiri í smáraheyinu og er það talið vera vegna þess að melassi var notaður við verkunina á
votheyinu í lífræna búskapnum. Allur er þessi munur á samsetningu votheysins ekki veiga-
mikill enda kemur það ekki fram í afurðum.
Þyngdaraukning gripanna var svipuð í báðum ræktunarkerfunum. í lífrænu ræktuninni
var hún 0,84 kg á dag og í hefðbundnu 0,86 kg. Lifandi vigt við slátrun var sú sama í báðum
flokkum, 492 kg.
Afurðir á grip voru þær sömu en afurðir á hektara voru 21% minni í lífrænu ræktuninni í
samræmi við minni beitarþunga.