Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 248
240
Hvort sem rekstrarformið er lífrænt eða hefðbundin belgjurtaræktun þá eru belgjurtimar helsti
níturgjafinn í búrekstrinum.
10. tafla. Samanburður á afurðum búfjár í hvítsmárræktun og ræktun með hefðbundnum
búskap íBretlandi (eftir samantekt Younie 1992).
Búfé N-áburður í samanburðarlið með hefðbundinni ræktun kg N/ha Hlutfall afurða í ræktun hvítsmára (Hefðbundin =100)
Nautaeldi 300 81
Nautaeldi 200 87
Nautaeldi 270 79
Sauðfé 420 77
Sauðfé 160 94
Mjólkurkýr 350 79
Younie og Watson (1992) báru saman nítrat í jarðvegi með lífrænni ræktun (O) og með
ræktun með mikilli notkun níturáburðar (+N), 270 kg/ha N. Sýnum var safnað í október,
janúar og mars 1990/91. Sýnin voru tekin í 0-15, 15-30 og 30-45 sm dýpt. Að meðaltali var
26% minna nítrat-N í jarðvegi við lífræna ræktun (28,3 kg/ha N alls) en við mikla notkun
níturáburðar (38,2 kg/ha N). Mismunur í nítrat-N frá hausti til vors var meiri í N+ (19,3
kg/ha), en í O (11,4 kg/ha), en það bendir til þess að tap sé minna frá lífrænu ræktuninni, þótt
ekki sé allt tapið vegna útskolunar. Aðrar rannsóknir hafa gefið svipaðar niðurstöður (White-
head o.fl 1986, Barraclough og Jarvis 1989, tilvitn. hjá Younie og Watson 1992).
Ekki em þó allar niðurstöður á þann veg að útskolunarhætta sé minni í lífrænni ræktun
en hefðbundinni og skiptir þar að sjálfsögðu máli hve mikil áburðamotkunin er í hvorri rækt-
un um sig og hvemig ræktun er og áburðamotkun er háttað.
í þessu sambandi má nefna umfangsmiklar rannsóknir sem gerðar vom í Danmörku.
Jarðvegssýnum var safnað frá 26 býlum með lífrænan búskap og 550 með hefðbundinn
búskap í svonefndri landsnetskönnun (National Grid Net Survey) og frá 8 „lífrænum" býlum
utan netsins til viðbótar (Kristensen o.fl. 1994). Nítrat var mælt með tilliti til hættu á útskolun.
Nítratmagn í 0-75 sm dýpt var að meðaltali svipað í sýnum frá lífrænum búrekstri (31 kg/ha
N) og frá hefðbundnum býlum sem notuðu búfjáráburð (29 kg/ha) en meiri en í sýnum frá
býlum sem notuðu eingöngu tilbúinn áburð (22 kg/ha). í lífrænum búrekstri var nítrat lítið í
jarðvegi úr smáratúnum eða grasrækt með Iúsemu, en mikið í jarðvegi úr komrækt (57 kg/ha)
eða úr opnum ökrum eftir kornrækt (48 kg/ha).