Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 256
248
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1995
Búskapur í ljósi reglna um lífræna búskaparhætti
Kristján Oddsson
Neðra-Hálsi, Kjós
INNGANGUR
Líta má svo á að þær framleiðslureglur sem við líði em víða erlendis séu í upphafi komnar frá
framleiðendum og öðmm áhugamönnum um lífræna framleiðsluhætti, og koma til af nauðsyn,
vegna þeirra aðstæðna og þeirra framleiðsluhátta sem ríkja í hefðbundinni framleiðslu á mat-
vælum í dag. Þetta var því ekki spuming um hvort, heldur hvenær, þessar framleiðslureglur
yrðu teknar upp hér. Það ber því að fagna því framtaki sem átt hefur sér stað af hálfu land-
búnaðarráðuneytis í gerð rammalöggjafar og reglugerðar um þessi efni. VOR, félag lífrænna
bænda, var stofnað vorið 1993 og á stofnfundinum var lögð fram beinagrind að drögum um
lífrænar framleiðslureglur í þeim anda sem við gátum hugsað okkur þær miðað við íslenskar
aðstæður. Þær voru síðar hafðar til hliðsjónar við reglugerðarsmíð ásamt reglum ffá ýmsum
löndum. Lífrænt samfélag í Mýrdal kom síðan inn í þetta starf ári seinna, eða vorið 1994, en
þá var ákveðið að þessi tvö félög skyldu vinna í sameiningu að framleiðslureglum fyrir Vor.
Áður hafði Lífrænt samfélag verið búið að setja sig í samband við breska vottunarstofu, Soil
Association, sem var tilbúin að aðstoða við gerð framleiðslureglna fyrir ísland. Það var
ákveðið að því starfi yrði haldið áfram, jafnframt sem það tæki að sér vottun á íslenskum
framleiðendum, þangað til íslendingar væru búnir að koma þessum málum á hreint hjá sér.
Þetta hefur gengið eftir og em nú þegar 6 aðilar sem fengið hafa vottun af þeirra hálfu. Sjálfur
hef ég fengið vottun á hluta af minni framleiðslu og hef ég því fengið góða innsýn í það
hvemig framleiðslueftirlit fer fram. Líta má svo á að framleiðslureglumar séu í fyrsta lagi til
samræmingar og leiðbeinandi fyrir framleiðendur, í öðm lagi séu aðilar vottaðir er það
trygging fyrir neytandann um að viðkomandi framleiðslureglum hafi verið framfylgt og í
þriðja lagi tryggir vottunin framleiðanda ákveðna hlutdeild í markaði fyrir viðkomandi vöm.
EFTIRLITSÞÁTTURINN
Einn af aðalkostum þess að vera bóndi er það sjálfræði og frelsi sem því fylgir að geta hagað
sínum málum eftir eigin höfði. Það að óska eftir vottun á framleiðsluna og gangast þannig