Ráðunautafundur - 15.02.1995, Side 257
249
undir skilyrta framleiðslu, eins og framleiðslureglur segja til um, getur þýtt það að menn verði
að gera fleira heldur en gott þykir. Eftirlitsþátturinn er í mínum huga sá þáttur sem er hvað
viðkvæmastur og kannski atriði sem menn setja helst fyrir sig. Til þess að eftirlit geti farið
fram á skilvirkan hátt er aðilum í lífrænni framleiðslu gert að halda skýrslur um flesta þætti
framleiðslunnar. Má þar helst nefna:
a. Landnýtingu, áburðamotkun og tegundir uppskeru.
Þetta þýðir að bóndinn þarf að hafa yfirlitskort af landinu, túnkort, hvað hefur verið
borið á hveija spildu, hversu mikið og svo hvað hefur verið uppskorið. Þetta er atriði
sem ekki er flókið að uppfylla ef gætt er að skráningu jafnóðum.
b. Bújjárhald, Jjölda einstakra tegunda ogfóðrun þeirra.
Margri bændur hafa þessa hluti í góðu lagi, en þeir sem ekki hafa sinnt búfjárskýrslu-
haldi þurfa að taka sig tak í því efni ef þeir ætla sér þessa framleiðsluaðferð.
c. Vanhöld, lyfjanotkun og bólusetningu búfjár.
Varðandi fyrsta atriðið þá kemur það nú inn í búfjárskýrsluhaldið að hluta til. Þá er til
ágætt form yfir sjúkdómaskrár, sem ekki er flókið að uppfylla sé það gert reglulega.
d. Uppruna, samsetningu, magn og notkun aðfanga, þar með keypt búfé.
Þama er gert ráð fyrir að gerð sé grein fyrir öllum aðföngum, hvaða nafni sem þau
nefnast, og uppruna þeirra; svo sem áburð, hvers konar, fóðri, varnarlyfjum, hráefni
til safnhaugagerðar og fleira. í lífrænni ræktun er gert ráð fyrir að öll aðföng séu í
lágmarki, þannig að mest mun reyna á þessi atriði í upphafi lífrænnar framleiðslu.
Það að halda utan um þessa hluti ætti ekki að vera flókið þar sem bókhald er í lagi á
annað borð, þar sem þessi hráefni eru í flestum tilfellum aðkeypt.
e. Samsetningu, magn og kaupendur afurða.
Þetta atriði gerir miklar kröfur um reglusemi í bókhaldi. Þetta snertir einnig markaðs-
málin og getur verið viðkvæmt af þeim sökum, alla vega á þeim afurðum þar sem
samkeppni er virk. Þarna reynir á þagmælsku eftirlitsmanna og annarra starfsmanna
viðkomandi vottunarstofu að ekki leki út upplýsingar sem ekki eiga að fara lengra. Ég
lít á þetta atriði, þ.e.a.s. kröfuna um skýrsluhaldið, sem vamagla fyrir eftirlitsaðila,
þar sem honum er gert mögulegt að kanna einlægni viðkomandi framleiðanda í því
sem hann er að gera þyki honum ástæða til, frekar en að eftirlitsaðili sé með nefið
ofan í bókhaldinu í tíma og ótíma. Þetta gefur bóndanum líka betri yfirsýn yfir
búskapinn og er undirstrikun á því að í lífrænni framleiðslu felst ákveðin gæða-
stjómun.
LÍFRÆNN BÚSKAPUR í FRAMKVÆMD
Upphaf
Þeir sem hugsa sér að byija á lífrænum búskap þurfa að huga að mörgum atriðum, og þó að
það virðist vera fysilegur kostur til að koma sér út úr þeirri markaðskreppu, sem hinar ýmsu
greinar em í, munu menn reka sig á margar hindranir sem eftir er að ryðja úr vegi. Þetta er
ekki vandamál í þeim greinum þar sem frelsi ríkir í framleiðslu og markaðssetningu, s.s. í
grænmetinu, enda er kreppan í þeirri grein annars eðlis og kemur þar meira inn á siðferðsskort
í viðskiptum sem lengi virðist ætla að loða við okkur Islendinga. Þeir sem hugsa sér lífræna