Milli mála - 01.06.2016, Page 188
UNE PENSÉE DE L’EAU
188 Milli mála 8/2016
cebook.com/KristinB1984/posts/10207655478411320
c. Að sögn Dagmarar Völu […]
Dagblaðið Vísir – DV 83. og 19. árg. 1993, 174. tbl., bls. 40;
timarit.is
Nafnið Rakel er eitt þeirra nafna sem reynst hefur erfitt í beygingu.30
Í Guðbrandsbiblíu er eignarfallið af Rakel táknað með -s, -ar eða er
endingarlaust. Eftir því sem best verður séð þá verður ar -endingin
einráð í Biblíunni 1841 (Viðeyjarbiblíunni). Óhætt er að fullyrða að
það sé ríkjandi eignarfallsending nú.
Hvað um hinar endingarnar? Engin dæmi eru um s-endinguna
hjá lifandi verum.31 En endingarleysið er algengt. Í (14) koma þrjú
dæmi og í öllum er eignarfallið endingarlaust.
(14) a. Ég tók upp pakkana, las nöfnin af miðanum sem bundinn
var fastur við hvern og einn, og rétti þá til Rakel.
Morgunblaðið 39. árg. 1952, 123. tbl., bls. 44; timarit.is
b. Afmæliskveðjur til Rakel á ný ef hún skyldi gleyma að kíkja
á Facebook!
floki.net/?p=117 (9. mars 2008)
c. Mateja endaði sóknina á að renna knettinum til Rakel
Hönnudóttur […]
www.fotbolti.net (23. júní 2011)
Síðustu nöfnin sem hér er fjallað um eru Bóel og Júdit. Bæði nöfnin
eru þekkt frá 18. öld, sbr. Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá
Arnarvatni (1991:163, 350). Fyrra nafnið er tökunafn úr sænsku,
það síðara er biblíunafn.
Fá dæmi eru um nafnið Bóel enda hefur það aldrei verið algengt.
(15) Sonur hjónanna Jóns […] og Bóel […] dóttur
Morgunblaðið 76. árg. 1989, 23. tbl., bls. 37; timarit.is
Hér hefðum við vænst þess að fá ar-endingu, Bóelar, eins og raunar
flest þau dæmi sem finna má á timarit.is en þau ná aftur til 1870.
30 Nafnið Rakel er þekkt úr Sturlungu, sbr. Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni
(1991:453); það er þó fyrst og fremst þekkt sem biblíunafn og er sjálfsagt af sama uppruna í
Sturlungu.
31 Eina dæmið sem fundist hefur er úr Heimilisblaðinu (1914), sjá timarit.is, en þar er í þýddri sögu
talað um sögu Jakobs og Rakels.