Milli mála - 01.06.2016, Síða 220

Milli mála - 01.06.2016, Síða 220
GRÍMUR THOMSEN OG FRAMANDGERVING PINDARS 220 Milli mála 8/2016 finna þýðingu á annarri ólympísku drápu Pindars.8 Þetta forngríska skáld var að mati Gríms eitt tignarlegasta skáld heimsbókmennt- anna.9 Pindar hefur skipað sérstakan sess í bókmenntasögunni vegna þess hversu myrkur og torskilinn hann hefur þótt, allt frá fornöld, nánast óskiljanlegur, örugglega óþýðanlegur. Að þýða Pindar hefur ávallt verið yfirlýsing út af fyrir sig, ögrandi og kannski sérvisku- leg.10 Mér vitanlega hefur aðeins Sveinbjörn Egilsson íslenskað nokkrar línur, í skólaþýðingu sinni á Menoni Platons (br. 133). Það er skiljanlegt, ef skáldið er óþýðanlegt. Þremur árum síðar birtust Ljóðmæli: Nýtt safn, síðari þeirra ljóðabóka Gríms sem voru gefnar út fyrir andlát hans; hin fyrri hafði verið gefin út árið 1880. Í ljóða- bókinni frá 1895 var að finna þýðingar á forngrískum ljóðum: þýð- ingu á téðri ólympískri drápu og öðru bundnu máli úr forngrískum bókmenntum, meðal annars þremur öðrum drápum Pindars. Grímur þýddi einnig fyrstu ólympísku drápuna, og fyrstu og fjórðu pýþísku drápurnar. Auk þess þýddi hann línur sem hann kallar „Brot úr ymna“.11 Loks birtist í bókinni ótitluð þýðing á nokkrum línum eftir Pindar.12 Fleiri ljóð birtust að Grími látnum. Árið 1906 birtust Ljóðmæli: nýtt og gamalt og Rímur af Búa Andríðssyni. Heildarútgáfa í tveimur bindum birtist árið 1934.13 Allur síðari helmingur síðara bindisins hefur að geyma þýðingar á grískum fornkvæðum. Það er allstór hluti af höfundarverki Gríms. Þessar þýðingar úr grísku hafa lengstum mælst heldur illa fyrir, og sýnu verst þýðingarnar á Pindar.14 Einkum fóru þær fyrir bring- spalirnar á Sigurði Nordal. Fyrir utan nokkrar neikvæðar yfirlýs- ingar og efasemdir fyrstu árin eftir birtingu þeirra hafa þessar þýð- ingar öldungsins nánast legið í þagnargildi, einkum þýðingarnar á 8 Hún var endurútgefin í gríska þýðingasafninu Grikkland alla tíð; sjá Kristján Árnason (2013: 80-83). 9 Hér var einnig stutt kórsöngsbrot (nr. 588) eftir Evripídes um Palamedes og kvæði kennt við Æsop. Brot Evripídesar átti að sýna hversu illa Aþeningar fóru að ráði sínu þegar þeir tóku Sókrates af lífi. 10 Frægasta dæmið um slíkt eru Pindarsþýðingar Hölderlins, sem vikið verður að hér á eftir. 11 Þetta brot hafði áður birst í Sunnanfara 2/13 (1893), 107 sem „Ymnabrot eptir Pindar“ og er þýðingin eignuð „Gr.Þ.“. Þetta mun vera brot 42 (Bergk) [= 171 (Boeckh)]. 12 Höfundur veit ekki hvaðan línurnar eru, en 25-30 úr annarri pýþísku drápunni koma til greina. 13 Snæbjörn Jónsson gaf út Úrvalsljóð árið 1941 og svo Ljóðmæli árið 1946. Ljóðmæli í útgáfu Sigurðar Nordal birtust árið 1969. 14 Sjá 5. hluta að neðan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308
Síða 309
Síða 310
Síða 311
Síða 312
Síða 313
Síða 314
Síða 315
Síða 316
Síða 317
Síða 318
Síða 319

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.