Milli mála - 01.06.2016, Page 221
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Milli mála 8/2016 221
Pindar. Í stuttu máli þótti sök sér að snara nokkrum línum eftir
Sófókles, en vægast sagt vafasamt að bera á borð sigurdrápur eftir
Pindar, reyndar til marks um dómgreindarskort. Svo virðist sem
gagnrýnendur hafi sýnt Grími lítinn skilning. Það var nefnilega al-
menn krafa til þýðenda að góðar þýðingar væru framlag til íslenskra
bókmennta. Þessi krafa er enn við lýði. Hér fannst gagnrýnendum
sem Pindarsþýðingar Gríms hefðu brugðist, því þessi kveðskapur
verði aldrei íslenskur, heldur sé hann eðli málsins samkvæmt fram-
andi og óskiljanlegur. En það var fjarri Grími að gera kveðskapinn
íslenskan; Íslendingar áttu að fara í ferðalag til Forngrikkja. Sigurður
Nordal hafnaði tilraunum Gríms, þó að hann hafi að einhverju leyti
áttað sig á ásetningi hans. Í fyrsta lagi misheppnaðist Grími að auka
skilning á mikilvægi forngrísku enda tókst honum ekki að gefa inn-
sýn í fegurð og mikilfengleika skáldskapar Pindars. Tilraunin mis-
heppnaðist vegna þess að Grími mistókst að þýða séreinkenni hins
forngríska kveðskapar, enda taldi hann að alls ekki ætti að færa
Íslendinginn til Grikklands, heldur Grikkland til Íslendingsins. Það
væri gert með íslenskun, því sem nefnt hefur verið staðfærsla. Þessi
staðfærsla færi skáldskapinn inn í hugarheim Íslendingsins, sem
annars er útlendingur á framandi slóðum. Grímur útskýrði ekki til-
raun sína berum orðum sem einhvers konar framandgervingu. Hins
vegar er tilraunin ljóslega skilin sem staðfærsla og er sem slík illa
heppnuð.15
Áður en ég geri grein fyrir ásetningi Gríms með þýðingum
sínum á Pindari og neikvæðum viðtökum þýðinganna vil ég kynna
forngríska skáldið til sögunnar. Því geri lesandinn sér ljóst hvers
kyns skáld Pindar var skilur hann bæði hversu sérstakt verk er að
þýða hann og hversu framandi skáldskapurinn er, jafnvel svo fram-
andi að það eitt að þýða Pindar er tilraun til framandgervingar. Með
hliðsjón af því er næstum skiljanlegt að Sigurður Nordal hafi hrist
höfuðið yfir Pindarsþýðingum Gríms og vísað þeim á bug.
15 Orðið „staðfærsla“ er þýðing á domestication, en „framandgerving“ á foreignization. Stutt en greinar-
gott yfirlit um hugtökin má finna hjá Yang (2010). Um ólíkar tegundir þýðinga og þýðingakenn-
inga, sjá Ástráð Eysteinsson (1996: k. 4). Þekktasta umræða samtímans um framandgervingu er
væntanlega Venuti (1995), þótt skyldri hugmynd hafi verið gerð skil af Schleiermacher þegar við
upphaf 18. aldar; sjá Schleiermacher (2010).