Milli mála - 01.06.2016, Síða 225
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Milli mála 8/2016 225
fyrirmynda fortíðarinnar, hann er afturhald. Löngum hefur verið
litið á ljóðin sem persónulega tjáningu skáldsins Pindars, eða allt
frá rómantískum tíma. Þessi tjáning er þó alfarið háð kröfum þessa
bókmenntaforms og viðtakenda kvæðanna, þar sem sigurvegarar
eru lofaðir með trúarlegri og siðferðilegri hugtakanotkun fimmtu
aldar aðals á Grikklandi.18
Sem bókmenntaform lifði drápan ekki sama lífi eftir Pindar og
Bakkylídes, þó að varðveitt séu tvö brot eftir Kallímakkos frá 2. öld
f.Kr.; hún var ekki lengur flutt heldur lesin. Það var viðfangsefnið
og þó einkum stíllinn sem lifði, hinn innblásni og óræði, fullur af
myndhvörfum. Þessi stíll eignaðist form, þar sem endurteknar voru
mislangar línur, sem gaf til kynna óheftan skáldskap hins frjálsa
anda. Í frægu kvæði sem Grímur þýðir brot úr segist Hóras ekki
geta jafnast á við hinn háfleyga Pindar. Hann ber sig saman við
forngríska skáldið og sýnir okkur muninn: annars vegar svanur,
hins vegar býfluga. Þessi munur verður aftur grunnurinn að grein-
armun endurreisnarinnar á pindarískum og óvidískum drápum.
Þegar komið er fram á nýöld er það einkum enska 17. aldar skáldið
Alexander Cowley sem er þekktur fyrir að hafa tekið sér Pindar til
fyrirmyndar. Hann líkir eftir honum, en skrifar jafnframt: „Ef
Pindar væri þýddur frá orði til orðs, yrði talið að hér hefði einn
brjálæðingur þýtt annan.“19 Hann líkti eftir því sem hann taldi vera
innblásinn stíl með mislöngum línum og stórfenglegu viðfangsefni;
þetta varð sú merking sem pindarískur fékk. Hjá rómantísku skáld-
unum þýsku var Pindar í miklum metum. Meðal þýðenda hans var
Goethe, sem dáðist að skáldinu, hversu torskilinn og djúpur hann
væri. En frægust er glíma Hölderlins við skáldið. Hann þýddi
Pindar orðrétt af ásetningi, beinlínis til að framandgera ljóðin á
þýsku, sem hljómar fyrir vikið býsna undarlega.
Pindarsþýðingar hafa ákveðna sérstöðu í menningarviðleitni
vestrænna manna á síðari öldum vegna þess að í þeim felst yfirlýs-
ing um sérstakt erindi forngrískrar ljóðagerðar, hins erfiða, ill-
skiljanlega og framandi kveðskapar. Athugum ásetning Gríms að
18 Um þessa hlið mála, sjá Bundy (1986: 35). Verk Bundys er almennt talið eitt merkilegasta fram-
lag nútímans til Pindarsfræða.
19 „If a man should undertake to translate Pindar word for word, it would be thought that one Mad
man had translated another.“ Þessi orð úr formála Cowleys að Pindarique Odes frá 1656 má finna
hjá Daniel Weissbort og Ástráði Eysteinssyni (2006: 124).