Milli mála - 01.06.2016, Page 236
GRÍMUR THOMSEN OG FRAMANDGERVING PINDARS
236 Milli mála 8/2016
búning burt af kvæðunum, og færir þau í móleita íslenzka duggarband-
speisu.“ 43
Pindar er vitaskuld alltof framandi, en það sem vekur athygli er
gagnrýni Sigfúsar á notkun íslenskra bragarhátta í stað grískra.
Sigfús álítur hana vera ein verstu mistök Gríms og jafnframt við-
leitni til að íslenska ljóðin í stað þess að flíka framandleika þeirra.44
Mér sýnist Kristján Árnason vera á svipuðum slóðum og Jón
Þorkelsson sem og Sigurður Nordal í grein sinni um þýðingar
Gríms úr grísku, enda segir hann í framhaldi af umfjöllun sinni um
skoðanir Jóns á þýðingum Gríms:
Það er ljóst að Grímur var ekki með þessum þýðingum sínum einungis að
opna glugga inn í fornöldina til að svala forvitni manna um það hvernig
þá hefði verið ort, glugga sem þeir gætu svo lokað aftur, margs vísari um
framandi ljóðagerð og hugsunarhátt, heldur ætlaðist hann til að þýðing-
arnar lifðu með þjóðinni sem þáttur í hennar eigin listsköpun og yrðu til
að móta stíl og viðhorf yngri og upprennandi skálda.45
Hér sýnist mér gleymast markmið Gríms, a.m.k. með þýðingunum
á Pindar: að halda á lofti mikilvægi þekkingar á forngrísku, getunni
til að lesa forngrísku, sem stóð og féll með kennslunni í Lærða skól-
anum. Kristján Jóhann Jónsson tekur í sama streng og Kristján
Árnason og segir að Grímur hafi sótt til útlendra ljóða „til þess að
endurskapa erlendan bókmenntaarf á íslensku.“46 Hann tekur dæmi
af „Jólanótt á Hafnarskeiði“, sem ber undirtitilinn „Íslenzkur Tam
o’ Shanter“: „Kvæði Gríms er alls ekki þýðing. Frekar mætti tala
um tilvísun til kvæðis Burns því að aðstæður í kvæði Gríms eru
íslenskar.“47 Þessi gerð íslenskunar minnir svolítið á þýðingu Gríms
á Integer vitae Hórasar. En varla var þetta ásetningur Gríms þegar
hann þýddi Pindar.
Þær þýðingar eru ekki staðfærsla nema að litlu leyti og ekki ís-
43 Sigfús Blöndal (1895).
44 Þetta er athyglisverð gagnrýni. Í örstuttri ritfregn sem birtist sama ár, 1895, tekur Finnur Jónsson
í sama streng (1895: 156): „Þýddu kvæðin eru flest útlögð úr grísku, en þar er mart að finna,
einkum þó hvað herfilega íslenzka bragi skáldið hefur stundum leyft sér að klæða hin fögru grísku
kvæði í. Ef ekki er hægt að þýða þau öðruvísi, er bezt að ganga frá því.“
45 Kristján Árnason (2004: 410).
46 Kristján Jóhann Jónsson (2014: 215).
47 Sama rit, 216.