Milli mála - 01.06.2016, Page 237
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Milli mála 8/2016 237
lenskun í skilningi Sigurðar Nordals og Jón Þorkelssonar. Grímur
umturnar til dæmis ekki öllum erlendum eiginnöfnum í íslensk,
þótt hann geri það vissulega stundum. Hann notar framandi eigin-
nöfn og vísar til framandi goðsagna. Það er einmitt þess vegna sem
þær ganga ekki upp, að mati Sigurðar. Kristján Árnason fylgir að
nokkru leyti skoðun Jóns og Sigurðar:
...það að stytta ýmist eða lengja kvæðin með því að fella úr eða prjóna
aftan við, líkt og honum finnist frumkvæðið annaðhvort ekki nógu
meitlað eða að eitthvað sé þar vansagt. Þetta má svo sem telja kenjar
Gríms en jafnframt vott þess að hann er með þýðingum sínum ekki síður
að koma einhverju frá sjálfum sér á framfæri en að þjóna öðrum, og lái
honum það hver sem vill. En það segir sig sjálft að Grímur velur ekki til
þýðingar kvæði af handahófi heldur einmitt þau sem eru honum hugstæð
og segja það sem honum liggur á hjarta sjálfum, en hér þarf þó ekki að
vera um beinan boðskap að ræða heldur einhver gildi sem hann vill halda
á loft eða einhvern anda sem hann vill seiða fram.48
Þýðingar Gríms á kórsöngvum notast iðulega við rím, sem kemur
ekki fyrir í forngrísku kvæðunum. Er þessi viðleitni dæmi um
íslenskun? Hann notar sama hátt og í Rímum af Búa Andríðssyni,
sem hann kann að hafa fengið frá Don Juan eftir Byron.49 Kristján
segir:
...frásagnarþátturinn er yfirleitt styttur að mun og einfaldaður, enda um
goðsagnir að ræða, yfirleitt ókunnar íslenskum lesendum, en um spek-
iyrði og ályktanir eru því öfugt farið – þar vill þýðandinn bæta í og sumt
af því eftirminnilegasta í þýðingunum á sér ekki beina samsvörun í frum-
48 Kristján Árnason (2004: 410). En varla á þessi skoðun við Pindarsþýðingarnar? Kristján undrast
einnig hversu ónákvæmur þýðandi Grímur er, jafnvel þegar hann þýðir undir ræðulagi (jambísku
trímetri). Kristján kafar dýpra og spyr hver þessi gildi séu. Hann varpar fram þeirri hugmynd að
þau séu rómantísk, og styðst þar að hluta við skoðun Nordals á höfundareinkennum Gríms.
Andlegur bakhjarl Gríms er rómantískt hughyggjukerfi Hegels. Hann hafnar og fyrirlítur efnis-
hyggju. Hins vegar snýr hann baki við þeim sérnorrænu gildum sem hann boðar um miðja öldina:
Hinn norræni maður er sinn eigin herra og ekki ofurseldur valdi guðanna, eins og Grikkir.
Kristján Árnason setur fram eftirfarandi tilgátu: Grímur þýðir ekki samtímamennn sína, heldur
einkum elstu fulltrúa rómantíkur, Goethe, Schiller, Byron. Þá þýðir hann Forngrikkina í beinu
framhaldi af því að þýða þessi skáld. Og hann telur að Forngrikkirnir hafi haft allar þær dyggðir
sem hann hafði fyrrum eignað íslenskum miðaldakúltúr andstætt grískum.
49 Sjá Svein Yngva Egilsson (1999: 151-52).