Milli mála - 01.06.2016, Síða 239
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Milli mála 8/2016 239
Ólympísk drápa 1
Handa Híeron frá Sýrakúsu, sigurvegara kappreiða 476 f.Kr.
Grískur texti ásamt orðréttri
þýðingu
Strófa 1
Ἄριστον μὲν ὕδωρ, ὁ δὲ χρυσὸς αἰθόμενον πῦρ
ἅτε διαπρέπει νυκτὶ μεγάνορος ἔξοχα πλούτου·
εἰ δ’ ἄεθλα γαρύεν
ἔλδεαι, φίλον ἦτορ,
μηκέτ’ ἀελίου σκόπει (5)
ἄλλο θαλπνότερον ἐν ἁμέρᾳ φαεν-
νὸν ἄστρον ἐρήμας δι’ αἰθέρος, (6)
μηδ’ Ὀλυμπίας ἀγῶνα φέρτερον αὐδάσομεν·
ὅθεν ὁ πολύφατος ὕμνος ἀμφιβάλλεται
σοφῶν μητίεσσι, κελαδεῖν
Κρόνου παῖδ’ ἐς ἀφνεὰν ἱκομένους (10)
μάκαιραν Ἱέρωνος ἑστίαν,
Best er vatn, en gull eins og logandi eldur
að nóttu ber glæstur af auði aðals. En
viljir þú, mitt hjarta, kveða um keppni,
leitaðu ekki frekar annarrar stjörnu en
sólar sem skín varmari á daginn um auðan
himin og segjum enga leika meiri en
Ólympíu. Þaðan umvefur margfrægur
lofsöngur vísdóm skáldanna, sem komið
hafa að kyrja Kronosson til hins auðuga
og sæla arins Híerons,
Andstrófa 1
θεμιστεῖον ὃς ἀμφέπει σκᾶπτον ἐν πολυμήλῳ
Σικελίᾳ δρέπων μὲν κορυφὰς ἀρετᾶν ἄπο πασᾶν,
ἀγλαΐζεται δὲ καί
μουσικᾶς ἐν ἀώτῳ, (15)
οἷα παίζομεν φίλαν
ἄνδρες ἀμφὶ θαμὰ τράπεζαν. ἀλλὰ Δω-
ρίαν ἀπὸ φόρμιγγα πασσάλου (17)
λάμβαν’, εἴ τί τοι Πίσας τε καὶ Φερενίκου χάρις
νόον ὑπὸ γλυκυτάταις ἔθηκε φροντίσιν,
ὅτε παρ’ Ἀλφεῷ σύτο δέμας (20)
ἀκέντητον ἐν δρόμοισι παρέχων,
κράτει δὲ προσέμειξε δεσπόταν,
Þýðing Gríms
Bezt er vatnið. Eldar Ægis lýsa
öllu skarti bjartar hauks á ströndum.
Kappleik með því skáldi er skylt að prísa,
– skærast ljósa sól er yfir löndum –
af öðrum leikir Ólympíu bera,
ýmninn þeim til lofs skal kveðinn vera,
og syni Kronos‘s, Híerons í höllum
harra rjettvíss Sikileyjar þjóða;
les hann blómin beztu‘ af drengskap öllum.
Boðnar ann hann flóði‘ og smiðum ljóða.
Hans á bekkjum höfum synir Braga
heldur en ekki lifað glaða daga.