Milli mála - 01.06.2016, Side 284
UM HÖFUNDINN CARMEN LYRA
284 Milli mála 8/2016
1949 en líkamsleifar hennar voru fluttar til Kostaríku skömmu
síðar og jarðsettar í San José-borg.
Carmen Lyra hóf ritstörf ung að árum og fyrstu verk hennar
birtust í blöðum og tímaritum ýmis konar. Hún skrifaði barna-
leikritin La niña Sol (Stúlkan sem hét Sól) og Había una vez (Einu
sinni var) en langþekktasta verk hennar Cuentos de mi tía Panchita
(Sögur Panchitu frænku minnar) kom fyrst út árið 1920, en hefur oft
verið gefið út síðan. Í Kostaríku hefur hún verið talin upphafs-
höfundur frásagnargerðar sem kennd er við félagslegt raunsæi eins
og það birtist m.a. smásögunum “El Barrio Cothnejo Fishy” (Cothnejo
Fishy-hverfið, 1923), “Siluetas de la Maternal” (Skuggamyndir úr
Maternal-skólanum“, 1929 ) og “Bananos y hombres” (Bananar og
menn, 1931/1933) en þessi verk færðu henni frægð í heimalandinu
jafnt sem utan þess.2
Eftir Carmen Lyra liggur einnig skáldsagan En una silla de ruedas
(Í hjólastól, 1917/1918) og fjöldinn allur af styttri sögum sem eftir
hennar dag hafa verið gefnar út í safnútgáfum, sú síðasta Narrativa
de Carmen Lyra: Relatos escogidos (Skáldverk Carmen Lyra: Úrval
sagna), kom út í Kostaríku árið 2011. Nokkrar smásagna Lyra hafa
einnig ratað í safnrit erlendis s.s. í Salvador, Méxikó, og á Spáni.
Höfundaverk Carmenar Lyra ber vitni þeirri hugmyndafræði sem
hún aðhylltist á hverjum tíma; fyrst áhrifum kristinnar trúar, svo
hugmyndum anarkisma, þá hugmyndium gegn heimsvaldastefnu (s.
antiimperialismo), og síðar hollustu við sósíalisma (s. socialismo cientí-
fico) og stjórnmálahreyfinga verkamanna. Sé litið til sögu kostarískra
kvenhöfunda er hún á meðal þeirra sem fyrst brutust út úr hefð-
bundnum ramma í skrifum sínum, sem kostaríski fræðimaðurinn
Magda Zavala bendir á að í tilviki Lyra hafi ráðist af andsöðu hennar
gegn ríkjandi viðhorfum í íhaldssömu bændasamfélagi heimalands-
ins. Zavala ítrekar að það að gera þá andstöðu opinbera hafi verið
óalgengt af hálfu kvenna í Kostaríku á fyrri hluta tuttugustu aldar
og ekki hvað síst úr þeirri þjóðfélagsstöðu sem Lyra tilheyrði.3
2 Iván Molina Jiménez (2002). „Un pasado comunista por recuperar: Carmen Lyra y Carlos Luis
Fallas en la década de 1930“: http://www.helsinki.fi/aluejakulttuurintukimus/tutkimus/xaman/
artigulos/2002_01/molina.html [Sótt 2/8/2016].
3 Zavala, Magda (2009). „El cuento que desafía: Las narradoras costarricenses y el gesto de ruptura“,
bls. 95-117, í CENTROAMERICANA 16, Direttore: Dante Liano, Milano, Italy, Útg: Cattedra
di Lingua e Letterature Ispanoamericane, Università Cattolica del Sacro Cuore, 2009. http://www.
educatt.it/libri/ebooks/A-00000243.pdf [Sótt 3/8/2016].