Milli mála - 01.06.2016, Page 289
ERLA ERLENDSDÓTTIR
Milli mála 8/2016 289
Erla Erlendsdóttir
Háskóli Íslands
Um Doru Alonso
Dora Alonso, rithöfundur, ljóðskáld og leikritahöfundur, fæddist í
Recreo, Matanzas-sýslu, árið 1910. Hún var af spænsku og kúb-
önsku bergi brotin, dóttir almúgahjónanna Davids Alonso
Fernández, frá Asturias-héraði á Norður-Spáni, og Adelu Pérez de
Corcho Rodríguez, frá Guamutas, suðaustur af Varadero á Kúbu.
Snemma á ævinni tók hugur hennar að hneigjast til skrifta. Í
endurminningum sínum segir Dora Alonso að á unga aldri hafi hún
velt fyrir sér að hún „gæti orðið, vildi verða, ætlaði að verða rit-
höfundur“. Hún nefnir jafnframt að hún hafi verið byrjuð að yrkja
áður en hún lærði að skrifa.1 Árið 1919, þá níu ára gömul, vann hún
til fyrstu verðlauna í bókmenntasamkeppni heima í héraði. Hún var
rétt sextán ára þegar fyrsta ljóðið hennar, Amor, birtist í dagblaðinu
El Mundo. Í kjölfarið fylgdu sögur, leikrit og ljóð, og ótal sögur
fyrir börn.
Þótt Dora Alonso sé öllu fremur þekkt fyrir barnabækur sínar og
-leikrit þá skrifaði hún smásögur og skáldverk í raunsæisanda og á
samfélagslegum nótum. Einnig hefur hún sent frá sér furðusögur
auk verka sem voru samin fyrir útvarp.2 Þá hefur hún ennfremur
skrifað greinar og fréttir fyrir dagblöð. Árið 1933 starfaði hún til að
mynda hjá fréttablaðinu Prensa libre í borginni Cárdenas, og á
byltingarárunum var hún fréttaritari fyrir Bohemia í Havana og
1 Rafael, Luis, „Dora Alonso, un clásico de la literatura para niños“, El rinconete 2006 http://cvc.
cervantes.es/el_rinconete/anteriores/octubre_06/23102006_01.htm [sótt 25. desember 2016].
Llorach, Esteban (ritstj.), „Dora Alonso. Su vida, su obra“, Cuba literaria [án ártals] http://www.
cubaliteraria.com/autor/dora_alonso [sótt 25. desember 2016].
2 Erla Erlendsdóttir, „Smásagan á Kúbu á 20. öld“ í Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir
(ritstj.), Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Dóminíska lýðveldinu og Púertó Ríkó,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008, bls. 29-45, hér bls. 32.