Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 290
UM DORU ALONSO
290 Milli mála 8/2016
skrifaði þá m.a. um Svínaflóainnrásina (1961), baráttuna í Sierra
Maestra-fjöllunum og í borginni Santiago de Cuba. Nokkrar frá-
sagnir hennar frá þessum tíma komu út í heftinu El año 61 (Árið
1961).
Smásögur Doru Alonso birtust víða í tímaritum og blöðum á
árunum fyrir byltinguna á Kúbu en var fyrst safnað á bók eftir
byltinguna. Árið 1970 sendi Dora Alonso frá sér smásagnasafnið
Ellefu hestar og sex árum síðar var safnið Smásögur gefið út. Stuttu
seinna kom út úrval smásagna hennar titlað Una (1977) og
Drottningin á leik birtist 1989. Almennt má segja að smásögur Doru
Alonso séu einfaldar og tilfinningaríkar. „Þær flytja oft siðrænan
boðskap, viðurkenndan sannleika eða hagnýta lífsreynslu þar sem
skyggnst er í innstu sálarkima persónanna“.3
Sagan sem hér kemur fyrir sjónir lesenda heitir „Una“ á frum-
málinu og var gefin út í safnriti með sama titli árið 1977 ásamt
fleiri þekktum sögum Doru Alonso. Nefna má að í þessu riti eru
sögurnar „Soffía og engillinn“ og „Ellefu hestar“ sem komu út í ís-
lenskri þýðingu árið 2008 og 2009.4
Dora Alonso hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, meðal
annars Premio Nacional de Novela-verðlaunin árið 1944 fyrir
skáldsöguna Tierra adentro (Varnarlaus jörð), Hernández Catá-
smásagnaverðlaunin árið 1947 og í tvígang hefur hún fengið bók-
menntaverðlaun Casa de las Américas (1961 og 1986). Hún fékk
kúbönsku Þjóðarbókmenntaverðlaunin 1988, æðstu verðlaun sem
rifhöfundi hlotnast á Kúbu.5 Hún lést árið 2001 níræð að aldri.
Dora Alonso
3 Erla Erlendsdóttir sama rit, bls. 32. Sanz, E. (ritstj.), Historia de la literatura cubana II. La literatura
cubana entre 189 y 1958. La República. Instituto de Literatura y Lingüística «José Antonio
Poruondo Valdor», La Habana: Editorial Letras Cubanas, 2003, bls. 455, 476–477
4 Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir (ritstj.), Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá
Kúbu, Dóminíska lýðveldinu og Púertó Ríkó, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008.
Kristín Guðrún Jónsdóttir (ritstj.), Raddir frá Kúbu. Smásögur kúbanskra kvenna, Reykjavík: SVF og
Háskólaútgáfan, 2009.
5 Campuzano, Luisa, „Skáldkonur frá Kúbu“ í Kristín Guðrún Jónsdóttir (ritstj.): Raddir frá Kúbu.
Smásögur kúbanskra kvenna, Reykjavík: SVF og Háskólaútgáfan, 2009, bls. 11-23.