Milli mála - 01.06.2016, Page 300
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
300 Milli mála 8/2016
atburði. En hvað um það, ungir sem aldnir kveðja lífið á sama hátt.
Enginn kveður það öðruvísi en eins og hann væri nýmættur til
leiks. Auk þess er ekki til sá maður sem heldur ekki að hann eigi
tuttugu ár eftir í líkamanum, sama hversu hrumur hann er, svo
lengi sem hann sér Metúsala fyrir framan sig.14 Og það sem meira
er, aumi afglapi! Hver heldur þú að hafi ákveðið hversu langt líf þitt
verður? Þú styðst við það sem læknarnir segja. Líttu frekar á stað-
reyndir og það sem reynslan kennir okkur. Miðað við það sem
gengur og gerist getur þú þakkað fyrir að vera á lífi. Þú hefur nú
þegar lifað lengur en flestir menn. Og til að fullvissa þig um það
skaltu telja hversu margir af kunningjum þínum dóu áður en þeir
náðu þínum aldri miðað við þá sem náðu honum; skráðu niður þá
sem hafa öðlast frægð og ég skal veðja að fleiri dóu áður en þeir urðu
35 ára en eftir þann aldur. Það er mjög skynsamlegt og til merkis
um trúrækni að taka sem dæmi mannlegt eðli Jesú Krists: hans lífi
lauk þegar hann var 33 ára. Hinn mikli maður, sem var aðeins
maður, Alexander, dó líka á þessum aldri.
Hversu margar leiðir hefur dauðinn til að koma okkur á óvart?
Quid quisque vitet, nunquam homini satis
Cautum est in horas.15
Ég tel hita og stingsótt ekki með. Hverjum hefði dottið í hug að
hertogi af Bretaníu myndi kafna í mannþrönginni eins og gerðist
þegar nágranni minn Klement páfi kom inn í Lyon? Hefur þú ekki
séð einn af konungum okkar deyja við leik?16 Og drap ekki svín
einn af forfeðrum hans?17 Það var til lítils fyrir Æskýlos að vera á
varðbergi í húsi sem var að hruni komið: hann rotaðist af skel
skjaldböku sem slapp úr klóm arnar á flugi. Einn dó af vínbersfræi,
keisari vegna rispu sem hann fékk þegar hann var að greiða sér,
Emilius Lepidus þar sem hann rak fótinn í þröskuldinn hjá sér,
Aufidius við það að rekast í dyragaflinn á þinghúsinu þegar hann
14 Metúsala varð 969 ára gamall. Hann var afi Nóa; Biblían, Fyrsta Mósebók (Genesis) 5:21–27.
15 [Maðurinn getur aldrei nægilega varist þeim hættum sem ógna honum á hverri stundu. Hóratíus,
Carmina, II, xiii, 13–14]
16 Hinrik 2. hlaut banvænt sár í burtreiðum 10. júlí 1559.
17 Svín hljóp á hest hins unga Filippusar, sonar Loðvíks 6. í París 13. október 1131. Filippus féll af
hestinum og lést af högginu.