Milli mála - 01.06.2016, Síða 304
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
304 Milli mála 8/2016
maður verið uppi sem er jafn lífhræddur eða efast eins mikið um
langlífi sitt og ég. Heilsan, sem hefur hingað til verið þróttmikil og
jöfn, eflir ekki vonina og sjúkdómar veikja hana ekki heldur. Hvert
andartak finnst mér sem ég hlaupi burt frá sjálfum mér. Og ég
endurtek sí og æ: „Allt sem gera má annan dag má gera í dag.“ Í
raun færa hendingar og hættur okkur aðeins lítið eða alls ekki nær
endalokum okkar og ef við hugsum um þá milljón atburði sem vofa
yfir okkur, án þess atburðar sem virðist ógna okkur hvað mest á
hverri stundu, munum við, hraustir og sjúkir, sjá að á hafi úti og
heima, í bardaga og hvíld er dauðinn alltaf jafnnálægur. „Nemo
altero fragilior est: nemo in crastinum sui certior.“29
Til þess að ljúka því sem ég á eftir að gera áður en ég dey er
enginn tími nógu langur, þótt það væri bara einnar klukkustundar
verk. Einhver fletti bókunum mínum um daginn og fann minnis-
punkta um eitthvað sem ég vildi láta gera eftir minn dag. Ég sagði
honum, eins og satt var, að eitt sinn er ég var í aðeins einnar mílu
fjarlægð frá heimili mínu, heilsugóður og þróttmikill, hafi ég flýtt
mér að hripa þetta niður þar á staðnum vegna þess að ég var ekki
viss um að komast alla leið heim. Þar sem ég er sú manngerð sem
liggur á hugsunum sínum og geymir þær innra með sér þá er ég
öllum stundum eins reiðubúinn og hægt er að vera. Og koma
dauðans mun ekki færa mér neitt nýtt.
Alltaf skal maður verða kominn í skó og ferðbúinn, eftir því sem
hægt er, og umfram allt laus við áhyggjur af öðrum en sjálfum sér:
Quid brevi fortes jaculamur œvo
Multa?30
Því það mun reynast okkur feikinóg, án þess að annað bætist þar
ofan á. Einn maður kvartar meira undan því en að deyja að dauðinn
hafi komið í veg fyrir glæstan sigur; annar undan því að hann þurfi
að kveðja áður en honum auðnaðist að gifta dóttur sína eða gerði
ráðstafanir um menntun barna sinna; einn kvartar undan félagsskap
konu sinnar, annar sonar síns, eins og þetta væri það sem mestu
29 [Enginn er viðkvæmari en annar, enginn er öruggari en annar um hvað morgundagurinn muni
bera í skauti sér. Seneca, Epistulae morales ad Lucilium, XCI, 16]
30 [Af hverju ætlum við okkur svo mikið á svona stuttri ævi? Hóratíus, Carmina, II, xvi, 17]