Milli mála - 01.06.2016, Side 306
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
306 Milli mála 8/2016
eins og kirkjugarðar voru hafðir við kirkjur og á þeim stöðum sem
flestir áttu ferð um til þess að venja, sagði Lýkúrgos,35 lýðinn, kon-
urnar og börnin við að hræðast ekki dauðan mann og til að þessi
stöðuga sýning á beinum, gröfum og líkfylgdum minnti okkur á
hlutskipti okkar:
Quin etiam exhilarare viris convivia cœde
Mos olim, et miscere epulis spectacula dira
Certantum ferro, sœpe et super ipsa cadentum
Pocula respersis non parco sanguine mensis;36
Og líkt og Egyptar, sem eftir veislur létu bera fram fyrir viðstadda
stóra mynd af dauðanum af manni sem kallaði til þeirra: „drekktu
og vertu glaður vegna þess að þegar þú verður dauður verður þú
svona,“37 þá hef ég vanið mig á hafa dauðann án afláts ekki aðeins í
huganum heldur einnig á vörunum og það er ekkert sem ég leitast
eins fúslega eftir að vita og hvernig dauða manna bar að: hvaða orð
þeir létu falla, hvernig þeir litu út, hvernig þeir voru á svipinn, og
það er enginn staður í sögum sem ég sýni jafn mikinn áhuga.
Það má sjá á þeim fjölda dæma sem hér eru að ég hef sérstakt
dálæti á þessu efni. Ef ég væri bókahöfundur myndi ég gera skrá yfir
ólíka dauðdaga.38 Sá sem kenndi mönnunum að deyja myndi kenna
þeim að lifa.
Díkæarkos samdi bók um þetta efni en í öðrum og gagnslausari
tilgangi.39
Mér verður svarað með því að áhrif dauðans séu svo miklu sterk-
ari en hugsunin um hann að jafnvel besti skylmingamaður missi
tökin þegar þangað kemur. Leyfum þeim að tala: Að búa sig undir
dauðann er eflaust til bóta. Og er það einskis vert að fara þangað að
35 Þetta dæmi byggir á verki Plútarkosar, Lycurgus, XX.
36 [Áður fyrr tíðkaðist að lífga upp á veislur með morðum, og skemmta gestum með grimmilegum
bardögum þar sem hinir sigruðu féllu iðulega á bikarana og blóðið rann yfir veisluborðin. Silius
Italicus, Punica, XI, 51–54.]
37 Þessa tilvitnun fær Montaigne úr frönsku þýðingunni sem kom út árið 1575 á verkinu Rannsóknum
(Historiai) eftir Heródótos. Hér er vitnað í íslenska þýðingu Stefáns Steinssonar á verkinu
Rannsóknir, Reykjavík, Mál og menning, 2013, II, 78, bls. 111.
38 Hér vísar Montaigne í safnritin sem voru vinsæl á hans tíma. Upptalningar voru einnig algengar,
t.d. hjá Rabelais.
39 Þessi gríski heimspekingur lét sér nægja að rannsaka hvort fleiri dóu í stríðum en af öðrum sökum;
Cicero, De officiis, II, 5.