Milli mála - 01.06.2016, Blaðsíða 310
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
310 Milli mála 8/2016
Et quasi cursores vitaï lampada tradunt.49
Myndi ég breyta þessu fagra samhengi hlutanna fyrir ykkur?
Dauðinn er forsenda tilveru ykkar, hluti af ykkur: þið flýið ykkur
sjálf. Þessi tilvera ykkar, sem þið njótið, tilheyrir dauðanum og
lífinu til jafns. Fyrsti dagur ævinnar er í senn upphaf dauða ykkar
og lífs,
Prima, quœ vitam dedit, hora carpsit.50
Nascentes morimur, finisque ab origine pendet.51
Allt sem þið lifið takið þið frá lífinu; það er á kostnað þess. Alla
ævina fáist þið við að búa til dauðann. Þið eruð í dauðanum á meðan
þið eruð á lífi. En þegar þið eruð ekki lengur á lífi eruð þið eftir
dauðann.
Eða ef þið viljið frekar þá eruð þið dáin eftir lífið en meðan á
lífinu stendur eruð þið að deyja og dauðinn snertir þann sem er að
deyja mun verr, mun dýpra og sterkar heldur en þann sem er dáinn.
Ef þið hafið notið lífsins, eruð södd lífdaga, skulið þið kveðja
ánægð,
Cur non ut plenus vitœ conviva recedis?52
Ef þið hafið ekki kunnað að nota lífið, ef lífið var ykkur einskis nýtt,
hverju skiptir að missa það, til hvers viljið þið halda í það?
Cur amplius addere quaœris
Rursum quod pereat male, et ingratum occidat omne?53
Lífið er í sjálfu sér hvorki gott né vont; það er staður góðs og ills
eftir því hvað stað þú ætlar þeim.
Og ef þú hefur lifað einn dag hefur þú séð allt. Einn dagur er
ígildi allra daga. Það er ekki önnur birta eða önnur nótt. Þessi Sól,
49 [Líf dauðlegra vera eru háð hvert öðru, eins og hlauparar sem rétta hver öðrum kyndil lífsins.
Lucretius, De Rerum Natura, II, 76–77]
50 [Fyrsta stund þín færði þér lífið og byrjaði að rýra það. Seneca, Hercules furens, III, 874]
51 [Þegar við fæðumst deyjum við, endirinn er bundinn upphafinu. Manilius, Astronomica, IV, 16]
52 [Hví ekki að kveðja eins og lífsaddur gestur? Lucretius, De Rerum Natura, III, 998]
53 [Hví leitast þú við að bæta við tímann, sem þú munt aftur glata, gleðisnauður. Lucretius, De Rerum
Natura, III, 941-942]