Milli mála - 01.06.2016, Side 312
AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA
312 Milli mála 8/2016
Og ég skal sjá til þess að ykkur mislíki ekki neitt,
In vera nescis nullum fore morte alium te,
Qui possit vivus tibi te lugere peremptum,
Stansque jacentem.59
Og þið munuð ekki þrá lífið sem þið syrgið svo mjög,
Nec sibi enim quisquam tum se vitámque requirit,
Nec desiderium nostri nos afficit ullum.60
Maður skyldi óttast dauðann minna en nokkuð annað, ef hægt væri
að finna eitthvað minna,
multo mortem minus ad nos esse putandum
Si minus esse potest quam quod nihil esse videmus.61
Dauðinn varðar ykkur ekki, hvorki lífs né liðin: lifandi vegna þess
að þið eruð; látin vegna þess að þið eruð ekki lengur.
Enginn deyr of snemma. Sá tími sem þið skiljið eftir tilheyrði
ykkur ekki frekar en sá tími sem leið áður en þið fæddust, og hann
snertir ykkur ekki heldur,
Respice enim quam nil ad nos ante acta vetustas
Temporis œterni fuerit.62
Hvar svo sem lífi ykkar lýkur, þar er það í allri lengd sinni. Þau not
sem hafa má af lífinu eru ekki í lengdinni heldur í því hvað þið
gerið við það: sumir hafa lifað lengi en hafa lifað lítið; einbeitið
ykkur að því á meðan þið eruð lifandi. Það er ekki árafjöldinn
59 [Veistu ekki að í dauðanum er enginn annar þú, sem syrgir dauða þinn og stendur við lík þitt.
Lucretius, De Rerum Natura, III, 885–887]
60 [Enginn hefur áhyggjur af lífi sínu eða sjálfum sér, við finnum enga þrá eftir okkur sjálfum.
Lucretius, De Rerum Natura, III, 919 og 922]
61 [Við ættum að álíta dauðann sem miklu minna fyrir okkur, ef nokkuð er minna en það sem við
sjáum að er ekkert. Lucretius, De Rerum Natura, III, 926–927]
62 [Líttu við og gættu að því að þessi eilífð sem var fyrir þinn dag er ekkert fyrir okkur. Lucretius,
De Rerum Natura, III, 972–973]