Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 25

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 25
24 ég hef hér fjallað um. Ein slík leið felst einfaldlega í því að vísindin opni dyr sínar fyrir hverjum þeim sem vill kynna sér og gagnrýna vísindalegar kenningar.25 Ef hver sem er getur gagnrýnt viðteknar kenningar og sett fram aðrar kenningar þeim til höfuðs skiptir ekki jafn miklu máli hvort hlutdrægni einstakra vísindamanna verði til þess að þeir setji ekki fram tilteknar kenningar, enda geta þá aðrir – þar á meðal þeir sem ekki eru hlutdrægir með sama hætti – tekið að sér að setja fram slíkar kenningar. Þetta er einmitt það sem gerðist í dæminu úr fornleifafræði og þróun- armannfræði sem ég ræddi hér að ofan. Þegar konur fóru í auknum mæli að stunda rannsóknir á þessum sviðum tóku þær eftir því að kenningar karlmannanna sem fyrir voru í faginu virtust sniðnar að karlmennskuhug- myndum og settu fram sínar eigin kenningar þeim til höfuðs. Þetta bendir til þess að koma megi í veg fyrir að hlutdrægni og fordómar hafi áhrif á niðurstöður vísindarannsókna í gegnum uppgötvun vísindakenninga með því að stuðla að opnu vísindasamfélagi þar sem fólk úr ólíkum áttum getur lagt sitt af mörkum. Á hinn bóginn má benda á að það er ekki nóg að vísindin séu formlega séð opin öllum – það þarf líka að tryggja raunverulega fjölbreytni innan þeirra ef ætlunin er að mæta þeim hlutdrægnisvanda sem ég hef verið að fjalla um. Þótt engum sé beinlínis meinaður aðgangur að vísindum (að minnsta kosti ekki hér á landi) hafa ekki allir raunveruleg tækifæri til að gerast vísindamenn, meðal annars vegna félagslegra og efnahagslegra tak- markana. Ef þær hugmyndir sem ég ræddi hér að ofan eru á rökum reistar verða vísindin af mikilvægri leið til að vinna gegn hlutdrægni í vísindum vegna þess að vissum hópum fólks er ekki veitt raunverulegt tækifæri til að leggja sitt af mörkum til vísinda. Því má ætla að vísindi verði tæpast laus við skaðleg áhrif hlutdrægni og fordóma nema þau endurspegli þann fjöl- breytileika sem er til staðar í samfélaginu öllu. Þetta þýðir meðal annars að vísindasamfélög mega ekki láta eins og það skipti engu máli að yfir- gnæfandi meirihluti slíkra samfélaga samanstendur að langmestu leyti af hvítum körlum af milli- og yfirstétt. Slíkur skortur á fjölbreytileika meðal 25 Eins og félagsfræðingurinn Robert Merton benti á í brautryðjendarannsóknum sínum á vísindum um miðja síðustu öld eru vísindin í fyrsta lagi opin öllum í þeim skilningi að það er engum bannað að leggja sitt af mörkum til vísinda á grundvelli kynþáttar, kyns, efnahags eða annarra þátta. Og í öðru lagi eru vísindin opin í þeim skilningi að niðurstöður vísinda eru – eða ættu að minnsta kosti að vera – aðgengilegar öllum. Sjá Robert K. Merton, „The normative structure of science“, The Sociology of Science, ritstj. N. W. Storer, Chicago: University of Chicago Press, bls. 267–278. FinnuR Dellsén
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.