Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 39

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 39
38 einhvers virði. Báðir ráku þeir skóla og væntanlega þótti gott fyrir ímynd skólans að vera „heimspeki-skólinn“ í Aþenu. Platon vann að lokum þennan slag, eins og við vitum, og þar með varð fyrirbærið heimspeki til eins og við þekkjum það.41 Í kjölfarið spruttu upp fleiri heimspekiskólar. Díógenes Laertíos (3. öld e.o.t.) og Síseró (1. öld f.o.t.) halda því hins vegar fram að Pýþagóras hafi fyrstur manna kallað sig filosofos og þetta virðist hafa verið almenn skoðun í fornöld – og reyndar langt fram á okkar daga. Heimildir þeirra virðast þó hafa verið óáreiðanlegar og ekki hægt að rekja lengra aftur en til 4. aldar, til Herakleidesar frá Pontos, sam- starfsmanns Aristótelesar (Síseró vísar til Herakleidesar, sem upphaflega tilheyrði Akademíu Platons).42 Ólíklegt má teljast að hann hafi haft góðar heimildir fyrir því að Pýþagóras sjálfur hafi kallað sig filosofos (enda á Pýþagóras ekki að hafa skrifað neitt) og almennt er þetta ekki talin áreið- anleg heimild. Reyndar er ekki ólíklegt að Herakleides sjálfur hafi gefið Pýþagórasi þennan titil.43 Elstu öruggu heimildir um notkun orða með stofninum filosof eru sagnaritararnir Heródótos (frá seinni hluta 5. aldar) og Þúkýdídes (rit- aði sennilega sögu sína undir lok 5. aldar). Þeir nota reyndar ekki orðið filosofía og ekki heldur filosofos heldur sögnina filosofeó, þ.e. að filosofera eða „stunda heimspeki“. Heródótos lýsir því þegar Sólon fer í 10 ára ferðalag 41 „The discipline of philosophy emerged at a certain moment in history. it was not born, like a natural organism. Rather, it was an artificial construct that had to be invented and legitimized as a new and unique cultural practice.“ Sama rit, bls. 14. Sjá líka Michael Frede, „Figures du philosophe“, Le Savoir Grec. Dictionnaire Critique, ritstj. Jacques Brunschwig og Geoffrey Lloyd, Paris: Flammarion, 1996, bls. 39–56. Þess ber þó að geta að Ísókrates lagði grunn að menntakerfinu og list- unum sjö á miðöldum og hafði þannig gífurleg áhrif á menntakerfið allt fram á okkar daga. 42 Um Herakleides og tengsl hans við Akademíu Platons og Lýkeum Aristótelesar sjá Jørgen Mejer, „Heraclides' intellectual Context“, Heraclides of Pontus. Discussion, ritstj. William W. Fortenbaugh og Elizabeth Pender, New Brunswick, London: Transactions Publishers, 2009, bls. 27–40. Tilvitnunin er úr (glötuðu) verki sem hét Um konuna sem hætti að anda og segir frá kraftaverkum Empedóklesar (sem kom konunni til að anda). Síseró – í Tusculanes V, 3, 8 – segir söguna eftir Herakleidesi. Leon nokkur spyr Pýþagóras um í hvaða fagi (arte) hann sé sérfræðingur. Pýþagóras svarar að hann sé ekki sérfræðingur í neinu fagi en hins vegar sé hann heimspek- ingur (sed esse philosophum). Í næsta kafla skýrir hann nánar hvað í því felst. 43 „Meanwhile φιλοσοφός and φιλοσοφία are not attested with the Pythagoreans; hence the final stroke in the portrait of Pythagoras the philosopher evidently belongs to Heraclides.“ Leonid Zhmud, Pythagoras and the Early Pythagoreans, Oxford: Oxford University Press, 2012 [1994], bls. 430. eiRíkuR smáRi siguRðaRson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.