Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 74

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 74
73 vísindalegum orðaforða yrði bætt við M og hann notaður í fullri alvöru. Þá myndi goðsögulegi orðaforðinn annaðhvort hverfa eða verða mál skraut. Ekki væri hægt að nota hann í bókstaflegri merkingu, fyrir vikið myndi M breytast svo mikið að tala mætti um nýtt mál, M2.97 Að breyttu breyt- anda gæti slíkt hið sama gilt um orðaforða tveggja hópa vísindamanna sem stunda rannsóknir á sama sviði. Annar gæti haft auðugri orðaforða en hinn og tilraunir til að skapa hliðstæðan orðaforða hjá „fátæka“ hópn- um gæti leitt til róttækra breytinga á orðaforða hópsins. Þannig má kalla M og M1 „ósammælanleg tungumál“ með hvort sitt hugtakaskema. Hið sama gildir um „mál“ vísindahópanna. Hugtökin um hugtakaskema og ósammælanleika eru því ekki inntakslaus, gagnstætt því sem Davidson heldur. En þau eru örugglega inntaksrýrari en Kuhn hélt þegar hann skrif- aði Vísindabyltingar. Athugið að vörn mín fyrir hófsaman ósammælanleika kann að vera í samræmi við seinni hugmyndir Kuhns um óróttækan sam- mælanleika. Athugið líka að það er reynsluatriði hvort hófsamur/óróttæk- ur ósammælanleiki leikur hlutverk í sögu vísindanna. Hvað sem því líður þá hefði Kuhn alveg getað forðast vanda hins róttæka ósammælanleika hefði hann gengið í smiðju túlkunarfræðinnar. Reyndar sagði hann sjálfur að hugmyndir sínar séu skyldar túlkunarfræði og talar um áhrif þeirra fræða á rannsóknir sínar á sögu vísindanna.98 Túlkunarfræðingar segja að við túlkum merkingarbær fyrirbæri með þeim hætti að við skiljum hið einstaka út frá heildinni, heildina í ljósi hins einstaka. Til dæmis skiljum við einstakar setningar í ljóði út frá ljóðinu sem heild og öfugt (talað er um túlkunarhring, við förum frá einstökum setningum ljóðsins til heildarinnar og frá henni aftur til einstakra setn- inga).99 Ljóðið sjálft er svo hluti, forsendur okkar og fordómar heildin sem við túlkum ljóðið út frá, um leið og við getum endurtúlkað einhverjar af forsendum okkar í ljósi ljóðsins. Ekki eru til ótúlkaðar, blákaldar stað- reyndir, við erum lokuð inni í túlkunarhringnum.100 Heimfæra má þessa visku á kenningar Kuhns með eftirfarandi hætti: Viðtakið er heildin, ein- stakar kenningar og athuganir hlutarnir. Heild og hlutar eru aðeins skilj- anleg í ljósi hver annarra, enginn mælikvarði handan viðtaksins er á ágæti 97 Hér gef ég mér að málnotkun hafi a.m.k. einhver áhrif á merkingu orða. 98 Thomas Kuhn, „Preface“, The Essential Tension, bls. xiii. 99 Athugið skyldleikann við kennisetningu Quines og Duhems. 100 Hans-Georg Gadamer, Wahrheit und Methode. Grundzüge einer philosophischen Hermeneutik. Tübingen: J. C. B. Mohr (Paul Siebeck), 1990, bls. 270–295 og víðar. ViðTöK OG VÍSiNDi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.