Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 117

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 117
116 ist síðar í ósjálfráðri og áráttukenndri endursköpun minningarbrota.49 Cathy Caruth er frumkvöðull á sviði trámakenninga og skilgreinir tráma sem „óleysanlega mótsögn“ sem lýsir þeirri nauðsyn sem fylgir því að tjá og miðla hinum trámatíska atburði en um leið hinum ómögulega vitn- isburði.50 Samkvæmt Caruth byggir tráma í grundvallaratriðum á frestun eða töf því atburðurinn verður ekki að tráma fyrr en eftir að hann er liðinn og hefur skotið rótum í minninu. Upprifjun og endursköpun atburðarins veldur síendurteknum ótta eða kvíða hjá einstaklingnum sem bregst við með afneitun og sækist eftir því að flýja það sem gæti endurvakið hina trámatísku minningu. Í viðtali við Fréttatímann árið 2011 segir maður, sem varð fyrir hrotta- legu ofbeldi af hálfu skólastjórans og kennarans, bæði í Landakotsskóla og í sumarbúðum kaþólsku kirkjunnar í Riftúni í ölfusi, hvernig hann enn þann dag í dag geti ekki ekið um ölfusið. Óttinn sem fylgir þeim stað er það djúpstæður að þegar hann vann í Þorlákshöfn og var sendur í erinda- gerðum á Selfoss keyrði hann um Þrengslin og Hellisheiðina eða leið sem er töluvert lengri en venjuleg leið á milli kaupstaðanna tveggja sem liggur um ölfusið. Hann lýsir kvíðanum á þessa leið: „Ég prófaði að beygja þarna niður en gat það ekki og sneri bara við. Ég held að fólk geti ekki ímyndað sér hvernig þessi ótti er. Maður er eins og lítil hrísla í vindi.“51 Í umfjöllun um samband staðar og huglægni einstaklinga tekur Connerton dæmi um hvernig rými tengist minningum og getur skapað trámatískar upplifanir.52 Dæmið sem hann tekur segir frá konum í Evrópu á nítjándu öld sem áttu á hættu að verða fyrir aðkasti eða árás ef þær sáust 49 Astrid Erll, Memory in Culture, bls. 87. 50 Caruth byggir á sálgreiningarkenningum Freuds og segir tráma afhjúpa grund- vallarbrest tungumálsins til að tjá hryllilega atburði á borð við helförina, kjarn- orkusprengingarnar í Hirosima og stríðið í Víetnam. Cathy Caruth, Unclaimed Experience. Trauma, Narrative and History, Baltimore: John Hopkins University Press, 1996, bls. 91–92. Í íslensku samhengi hafa Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir kynnt kenningar um tráma. Sjá Gunnþórunn Guð- mundsdóttir, „Blekking og minni. Binjamin Wilkomirski og helfararfrásagnir“, Ritið 3/2006, bls. 39–51 og Dagný Kristjánsdóttir, „Barnaleikur: um tráma, minni og gleymsku í Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur“, Skírnir 1/2013, bls. 178–195. 51 Þóra Tómasdóttir, „Misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi til meðferðar hjá fagráði“, Fréttatíminn, 17.–19. júní 2011, bls. 16. 52 Paul Connerton, How Modernity Forgets, bls 7. Daisy Neijmann fjallar um kenning- ar Connertons og staði sem tengjast trámatískum minningum í greininni „Hringsól um dulinn kjarna. Minni og gleymska í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar“, Ritið 1/2012, bls. 115–139. veRa knútsDóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.