Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 136

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 136
135 vonds ætternis þannig að írónían setur áherslu á langlífa stéttaskiptinguna með því draga fram hvernig það sem af fátæktinni leiðir hefur verið yfir- fært á fólk.45 Einhverjum gæti þótt fyndið að í lok upptalningarinnar skuli Málfríður harma hármissi sinn sem þó hefur engin áhrif á heilsu hennar. Hármissirinn orkar á Málfríði sem jafngildi annarra veikinda og skyldi engan undra upp- lifun hennar því hárið er snar þáttur í útliti manna og það sem margir taka fyrst eftir. Hárið skiptir líka miklu í sjálfsmynd fólks en það hefur meðal annars áhrif á hvernig menn skilgreina sjálfa sig og hvernig aðrir skilgreina þá.46 Ónefnt er þá að hárið er hluti af höfðinu sem ekki er hægt að skipta um þótt það hafi ýmsa ókosti, þ.á m. þunglyndið sem felur í sér vondar og niðurbrjótandi hugsanir en hjá Málfríði jafngildir það komu Svörtupíslar. Til eru myndir af skáldkonunni frá árinu 1978 en á þeim sést að hár henn- ar hefur verið orðið ansi tjásulegt.47 Hún notaðist enda við hárkollu sem vafalaust hefur gegnt því hlutverki að bæta sjálfsmynd hennar og „lækna“ hana sjálfa af því sem hana hrjáði. „Lengi átti ég Svörtupísl og ætlaði mig lifandi að drepa“ Þunglyndi á sér margvíslegar birtingarmyndir en gróflega má greina ástæður þess í þrjá flokka: 1) líffræðilega þætti, 2) sálræna þætti og 3) félagslega- eða umhverfisþætti. Þessi flokkun er mikil einföldun og þætt- irnir þrír verka iðulega saman hjá þeim sem þjáist af þunglyndi.48 Það er eftirtektarvert að Málfríður tengir Svörtupísl jafnan sálinni og sækir þar með í gömlu kenninguna um tvískiptingu mannsins í sál og líkama og um leið í þá hugmynd að sjúkdómar séu annaðhvort líkamlegir eða andlegir. Alla jafna kemur Málfríður fram sem guðleysingi í bókinni. Skopið er því kannski beitt þegar hún, guðleysinginn, gerir gys að því að guð taki aðeins við heilum sálum en ekki sýktum en þó er það öðru fremur óhugnanlegt: 45 Lýsing Málfríðar kallast á við hvernig ættir hafa verið notaðar til að flokka fólk eftir efnum; sbr. að vera af góðu bergi brotinn og lýsingar á góðum bændum og betri bændum annars vegar og góðbændum og kotbændum hins vegar. 46 Sjá Duran Maria Heckert og Amy Best, „Ugly duckling to swan. Labelling theory and the stigmatisation of red hair“, Symbolic Interaction 20(4)/1997, bls. 365–383, hér bls. 365. 47 Sjá Guðbergur Bergsson, „Í þessu herbergi hefur búið doktor. (Minningar um Málfríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi)“, Skírnir 2/1990, bls. 404–423, hér bls. 404. 48 Sjá Oddur Bjarnason, „Þunglyndi“, Geðvernd 1/1990, bls. 6–14, hér bls. 6. AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.