Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 150

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 150
149 legu samskipti sem hefðu þýðingu og ætti að rannsaka væru aðeins þau opinberu og átakamiklu samskipti sem karlar tækju þátt í, og félagslegum samskiptum kvenna var lítill gaumur gefinn. Málvísindamenn skráðu hjá sér ólíkt málfar kvenna og karla og það valdakerfi sem þar kom í ljós og bæði kynin viðhéldu. Sálfræðingar rann- sökuðu þá réttindasiðfræði (e. ethics of rights) sem frjálslynd lýðræðisríki væru reist á. Þessi siðfræði fjallar um ágreining á milli sjálfstæðra full- orðinna einstaklinga sem eru færir um að setja fram þarfir sínar og óskir. Femínistar lögðu áherslu á samsetta siðfræði umhyggju og ábyrgðar (e. ethics of care and responsibility), sem ætti upphaf sitt í þeim erfiðu verkefn- um sem konur stæðu frammi fyrir þegar þær þyrftu að taka siðferðilega afstöðu, svo dæmi sé tekið, til þarfa lítilla barna og aldraðra og sjúkra sem væru í umsjá þeirra og gætu ekki talist til sjálfstæðra fullorðinna ein- staklinga sem ætti auðvelt með að tjá sig. innan allra fræðigreina urðu til kvennasamtök og femínískir rannsóknahópar sem buðu birginn ríkjandi skoðunum innan fræðanna og fengust við spurningar sem horft hafði verið framhjá og konur vildu fá svör við. Ekki dugði einfaldlega að bæta svokölluðum kvennamálum við þekkingu innan tiltekinnar fræðigreinar. Rannsóknir slíkra mála ögruðu oft grundvallarhugmyndum innan fræði- greinanna. Femínistar héldu því fram að það myndi efla áreiðanleika rann- sóknarniðurstaðna að viðurkenna og virða fjölbreytileika félagslegra gilda og hagsmuna. Og með því að beita aðferðafræði sem færði konum svör við þeim spurningum sem þær vildu fá svör við, fengju þær úrræði til að vinna að hagsmunum sínum og óskum. Hvaða aðferðafræði var þetta? Upp úr nýju rannsóknum kvennahreyfinganna tóku „sjónarhornskenn- ingar“ (e. standpoint theories) að ryðja sér til rúms í þekkingarfræði, vísinda- heimspeki, félagsfræði þekkingar og stjórnmálafræði.9 Þessar kenningar sóttu innblástur í marxískt „sjónarhorn öreiganna“ og þar var því hald- ið fram að í samfélögum sem byggðust á ójöfnuði lýsti ríkjandi þekking og skoðanir yfirleitt fyrst og fremst hagsmunum ráðandi hópa. Í þessum 9 Upprunalegu greinarnar eftir þekkingarfélagsfræðinginn Dorothy Smith, stjórn- málafræðinginn Nancy Hartsock, vísindafélagsfræðinginn Hilary Rose, heimspek- inginn Alison Jaggar, vísindasagnfræðinginn Donnu Haraway, félagsfræðinginn Patriciu Hill Collins, og sjálfa mig, hafa verið endurprentaðar, ásamt nokkrum nýrri ritgerðum með gagnrýni og hugleiðingum, í Sandra Harding, Feminism and Methodology. Sjá líka Sandra Harding, The Science Question in Feminism, ithaca, NY: Cornell University Press, 1986 og Sandra Harding, „Strong Objectivity and Socially Situated Knowledge“, Whose Science? Whose Knowledge? ithaca, NY: Cornell University Press, 1991. STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.