Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 150
149
legu samskipti sem hefðu þýðingu og ætti að rannsaka væru aðeins þau
opinberu og átakamiklu samskipti sem karlar tækju þátt í, og félagslegum
samskiptum kvenna var lítill gaumur gefinn.
Málvísindamenn skráðu hjá sér ólíkt málfar kvenna og karla og það
valdakerfi sem þar kom í ljós og bæði kynin viðhéldu. Sálfræðingar rann-
sökuðu þá réttindasiðfræði (e. ethics of rights) sem frjálslynd lýðræðisríki
væru reist á. Þessi siðfræði fjallar um ágreining á milli sjálfstæðra full-
orðinna einstaklinga sem eru færir um að setja fram þarfir sínar og óskir.
Femínistar lögðu áherslu á samsetta siðfræði umhyggju og ábyrgðar (e.
ethics of care and responsibility), sem ætti upphaf sitt í þeim erfiðu verkefn-
um sem konur stæðu frammi fyrir þegar þær þyrftu að taka siðferðilega
afstöðu, svo dæmi sé tekið, til þarfa lítilla barna og aldraðra og sjúkra
sem væru í umsjá þeirra og gætu ekki talist til sjálfstæðra fullorðinna ein-
staklinga sem ætti auðvelt með að tjá sig. innan allra fræðigreina urðu til
kvennasamtök og femínískir rannsóknahópar sem buðu birginn ríkjandi
skoðunum innan fræðanna og fengust við spurningar sem horft hafði
verið framhjá og konur vildu fá svör við. Ekki dugði einfaldlega að bæta
svokölluðum kvennamálum við þekkingu innan tiltekinnar fræðigreinar.
Rannsóknir slíkra mála ögruðu oft grundvallarhugmyndum innan fræði-
greinanna. Femínistar héldu því fram að það myndi efla áreiðanleika rann-
sóknarniðurstaðna að viðurkenna og virða fjölbreytileika félagslegra gilda
og hagsmuna. Og með því að beita aðferðafræði sem færði konum svör við
þeim spurningum sem þær vildu fá svör við, fengju þær úrræði til að vinna
að hagsmunum sínum og óskum. Hvaða aðferðafræði var þetta?
Upp úr nýju rannsóknum kvennahreyfinganna tóku „sjónarhornskenn-
ingar“ (e. standpoint theories) að ryðja sér til rúms í þekkingarfræði, vísinda-
heimspeki, félagsfræði þekkingar og stjórnmálafræði.9 Þessar kenningar
sóttu innblástur í marxískt „sjónarhorn öreiganna“ og þar var því hald-
ið fram að í samfélögum sem byggðust á ójöfnuði lýsti ríkjandi þekking
og skoðanir yfirleitt fyrst og fremst hagsmunum ráðandi hópa. Í þessum
9 Upprunalegu greinarnar eftir þekkingarfélagsfræðinginn Dorothy Smith, stjórn-
málafræðinginn Nancy Hartsock, vísindafélagsfræðinginn Hilary Rose, heimspek-
inginn Alison Jaggar, vísindasagnfræðinginn Donnu Haraway, félagsfræðinginn
Patriciu Hill Collins, og sjálfa mig, hafa verið endurprentaðar, ásamt nokkrum
nýrri ritgerðum með gagnrýni og hugleiðingum, í Sandra Harding, Feminism and
Methodology. Sjá líka Sandra Harding, The Science Question in Feminism, ithaca,
NY: Cornell University Press, 1986 og Sandra Harding, „Strong Objectivity
and Socially Situated Knowledge“, Whose Science? Whose Knowledge? ithaca, NY:
Cornell University Press, 1991.
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi