Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 165

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 165
164 Draga aðferðir sterkrar hlutlægni stjórnmál inn í vísindi sem annars væru hlutlaus? Nei. Sterk hlutlægni sýnir hvernig ráðandi pólitík hefur nú þegar stýrt rannsóknaverkefnum og hvernig það kemur fram í niðurstöðum rann- sókna. Og hún sýnir hvernig ýmis annars konar pólitík (gegn upphafningu karla, gegn upphafningu hvítra o.s.frv.) getur í reynd aukið þekkingu. Stuðla aðferðir sterkrar hlutlægni að „sjálfsmyndarpólitík“ (e. „identity poli- tics“)? Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu. Hún gæti verið sú hvort með því að „hefja rannsókn á lífi kvenna“ (eða lífi einhvers annars undirokaðs hóps) sé gert ráð fyrir að konur eigi sameiginleg ýmis gildi eða reynslu, og þar af leiðandi sameiginlega sjálfsmynd. Stundum geta rannsakendur vissulega gert ráð fyrir því. En það er ekkert í „rökgerð“ sjónarhornsfræð- innar sem kallar á þetta. Vert er að hafa í huga að rannsakendum er alltaf ætlað að hefja rannsóknina á einhverjum tilteknum undirhópi kúgaðs hóps – svo sem mæðrum í bandarískum alríkisfangelsum, eða konum í fram- haldsnámi í bandarískum rannsóknaháskólum. Hugmyndir um hvað þessi tiltekni undirflokkur kvenna á sameiginlegt geta verið réttmætar eða ekki. Augljóslega skiptir það sköpum fyrir áreiðanleika niðurstaðna að athygli sé beint að efnahagslegum, pólitískum, félagslegum, menningarlegum eða öðrum þáttum sem aðgreina konur, gildi þeirra, reynslu og sjálfsmynd. Það er einnig á misskilningi byggt að sjónarhornsfræðin telji að þekk- ing þeirra sem tilheyra undirokuðum hópi sé alltaf rétt; að hún sé óskeik- ul.31 Engar fullyrðingar geta sjálfkrafa hlotið samþykki. Fullyrðingar sjón- arhornsfræða eru jafn skeikular og aðrar fullyrðingar. Hafa ber í huga að ekki er hægt að staðfesta óáreiðanleika þekkingar með því að sýna fram á að rannsakendur hafi haft einhverjar sérstakar ástæður eða hagsmuni af því að afla hennar. Eins og bent hefur verið á hefur margvísleg áreiðanleg þekking orðið til í rannsóknum sem stórfyrirtæki eða hernaðaryfirvöld fjármagna, að ekki sé minnst á aðra aðila sem eiga mikilla hagsmuna að gæta, svo sem á sviði heilbrigðismála og umhverfismála. 31 Í fyrstu verkum mínum notaði ég orðalagið „þekkingarfræðileg forréttindi“ (e. „epistemic privilege“) til að lýsa viðfangsefni sjónarhornsfræða. Ég hafði í huga hvernig frásagnir kvenna um nauðganir og heimilisofbeldi, um líkamlegar upplif- anir sínar, áreitni, óréttlæti sem þær mættu á vinnustað o.s.frv., voru sífellt taldar ósannfærandi. Hugtakið „þekkingarfræðileg forréttindi“ afvegaleiddi hins vegar suma lesendur sem gerðu ráð fyrir að ég héldi því fram að slíkar frásagnir væru óskeikular, þrátt fyrir umfjöllun mína um hversu oft við endurskoðum reynslusögur okkar eftir ábendingar og umsagnir frá meðferðaraðilum, sagnfræðingum og öðr- um; þær geta alltaf verið skeikular. Ég nota ekki lengur þetta orðalag. sanDRa HaRDing
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.